Rödd unga fólksins verður að heyrast

Nichole februar 1

Fannar Freyr Eggertsson og Snorri Freyr Vignisson. Þeir eru áheyrnafulltrúum frá Ungmennaráðinu. Fannar Freyr er hægri megin, Nichole í miðju og Snorri er til vinstri.

Í nóvember samþykkti Hverfisráð í Breiðholti með öllum greiddum atkvæðum að stefna að ríkulegu samstarfi við Ungmennaráð Breiðholts.

Síðan þá hef ég verið að velta fyrir mér hvernig við eigum að fara af stað með slíka vinnu. Hvernig er hægt að nálgast og skapa viðræður við ungt fólk á gagnkvæman hátt? Það fyrsta sem mér datt í hug var að sitja við hliðina á fulltrúum Ungmennaráðsins á opnum fundi Íbúasamtaka Breiðholts. Það gekk vel hjá mér, við deildum frétt úr Iphoneinum mínum um stöðu landsliðsins gegn Tékklandi.

Tækifærið birtist loksins með verkefninu Betra hverfi 2015. Betra hverfi er samstarfsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og íhlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í hverfum Reykjavíkurborgar. Ég batt miklar vonir við að ungt fólk mundi skila inn nokkrum hugmyndum sem við gætum sett af stað í að framkvæma í samræmi við Ungmennaráðinu. Í október hófst verkefni með þeim hætti að opnuð var vefsíða þar sem íbúar hverfisins sendu inn hugmyndir sínar um hvað þau vildu sjá og gera í hverfinu. Þegar vefgáttinni var lokað vorum hugmyndirnar sendar til fagteymis innan Skipulags- og umhverfissvið hjá Reykjavíkurborg og þá voru hugmyndinar metnar. Hugmyndirnar voru síðan sendar aftur til okkar í ráðinu og við höfðum úr 33 af 75 hugmyndum að velja. Flestar hugmyndir fólust í framkvæmdum tengdum tiltekt, viðhaldi og endurnýjun í hverfunum. Við kættumst þó við að sjá nokkrar skemmtilegar hugmyndir um nýjungar í hverfunum. Til dæmis, voru tillögur um minigolfvöll, hjólabrettagarð og fleiri frisbígolfvelli. Uppáhalds hugmyndin mín var frá 10 ára gömlum Breiðhyltingi, sem sendi inn hugmynd um að setja upp hjólagrind við leikvellina í hverfinu. Ráðið reyndi að vinna með Breiðholt sem heild og við reyndum eftir bestu getu að hugsa vel til allra íbúa óháð aldri, kyni eða þjóðerni.

Fannar Freyr og Snorri Freyr frá ungmennaráðinu

Það sem mér fannst hjálpa okkur við vali á hugmyndum, var að í ráðinu sáttu tveir fulltrúar frá Ungmennaráðinu, Fannar Freyr Eggertsson og Snorri Freyr Vignisson. Þegar við í ráðinu stöldruðum of lengi við einhverja hugmynd snérum við okkur til þeirra og spurðum hvað finnst ykkur? Hvernig haldið þið að ungt fólk mun sjá þetta fyrir sér? Það kom mér óvart var hversu mikið þeir vissu um hverfið, hversu vænt þeim þykir um hverfið og hversu margar hugmyndir þeir höfðu um hvernig við gætum bætt hverfið. Í kjölfar af Betra hverfi verkefninu bað ég Fannar og Snorra að aðstoða mig við að skilja betur hvað ungt fólk í hverfinu vil. Ég held að ég geti sagt með hreinni samvisku að fundirnir sem ég átti með þeim Fannari og Snorra voru ánægjulegustu fundir sem ég hef sótt síðan um áramót. Við vorum öll sammála um það að þegar við hugsum um þróun og framtíðarsýn fyrir hverfið ætti rödd unga fólksins að eiga heima í umræðunni. Ég þarf að viðurkenna að þegar ég var tvítug ég hafði ekki hugsað um lýðræði, Ungmennaráð og þróun í hverfinu sem mjög “sexý” valkosti lífinu mínu. Í dag get ég ekki hugsa um eitthvað meira “sexý” enn að fá tækifæri til að hafa áhrif og beita rödd í þágu þróunar og leita að leiðum til þess að styðja við fólk í kringum mig.

Okkar rödd hefur lítið gildi

Snorri og Fannar eru heppnir að þeir fatta það núna. Snorri segir að “Oftast er það þannig að fullorðna fólkið virðist vera að hlusta á okkur en að okkar rödd hefur lítið sem ekkert gildi. Ég upplifði með þessu verkefni að okkar raddir vorir nauðsynlegar í umræðunni, að okkar innsýn var virt og að okkar afstaða skilaði sér í vali á verkefnum til framkvæmdar.” Fannar bætti því við að það er nauðsynlegt að ræða við ungt fólk í hverfinu þar sem framtíðinn sé í þeirra höndum. “Hverfið er farið að yngjast aftur og það er mikilvægt að hugsa til framtíðar og um hluti sem höfði til ungs fólks. Við eigum eftir að upplifa alvöru tækifæri til þess að hafa áhrif.”

Rödd unga fólksins verður að heyrast

Þegar ég spurði hvað og hvernig við ættum að ná betur til ungs fólks í hverfinu sögðu þeir báðir að nauðsynlegt væri að virkja betur kynningar þegar borgin leiti eftir samráði til dæmis með betri virkni á samfélgsmiðlum og kynningar í efri bekknum í Grunnskóla og í Framhaldsskóla. Fannar nefndi að betri tengingu milli mótunar framtíðarsýnar hverfisins og skóla, tenging inní skólastofum gegnum nám mundi ekki eingöngu vekja áhuga hjá ungu fólki heldur mun það einnig búa til tækifæri fyrir ungt fólk að hafa áhrif. Þeir vinna núna hörðum höndum við að gefa út fyrsta blaðið fyrir ungt fólk í Breiðholti. Við í Hverfisráði viljum vinna nær þeim í gerð blaðsins og reyna koma af stað samstarfsamningi. Lokaorðin hjá Fannari og Snorra voru að stökkpallur til virkni meðal ungs fólk er að efla ráð sem eru í félagsmiðstöðvum í hverfinu. Þeir töldu að við verðum að hvetja ungmenni að leggja sínar skoðanir fram þar sem þeirra skoðun hafi jafnt gildi og hjá eldra fólk í hverfinu og að unga fólkið hafi rétt á jafn miklu eignarhaldi í hverfinu og fullorðna fólkið.

Viljum hvetja Breiðhyltinga til að koma með hugmyndir

Nú er hverfisráð ásamt þessum tveimum flottu fulltrúum frá Ungmennaráði búið að skila af sér listanum með 20 hugmyndum sem urðu fyrir valinu og kosið verður um í verkefninu, Betra hverfi 2015. Kosingar munu standa yfir frá og með 17. til 24. febrúar. Verkefnið er mér kært þar sem markmið verkefnisins, eru beinlínis ástæðan fyrir því að ég tók að mér þetta embætti; að virkja lýðræði og auka eignarhaldi íbúa í hverfinu sínu. Þó að við séum afar ánægð að okkar hverfi var sýna flestar innsendar hugmyndir að við viljum hvetja alla íbúa að halda áfram að finna nýjar hugmyndir. Við viljum hvetja Breiðhyltinga að halda áfram að koma hugmyndum sínum á framfæri annað hvort til okkar, í Hverfisráði eða til þeirra í Ungmennaráði. Við hvetjum fólk til þess að hugsa út fyrir kassann. Koma með nýjar hugmyndir sem gætu hugsanlega bætt hverfið okkar. Síðast en ekki síst viljum við hvetja fólk bæði ungt og fullorðna að vera virkt þegar leitað er eftir samráði við íbúa, þar fæðast oft tækifæri til þess að koma hlutum á hreyfingu og í framkvæmd.

Nichole Light Mosty.

You may also like...