Keppa til úrslita í Samfés

songk4

Föstudaginn 6. febrúar síðastliðinn fór fram undankeppni Kragans fyrir Söngkeppni Samfés.

Keppnin var haldin í Grunnskólanum í Grindavík. Ellefu atriði frá átta félagsmiðstöðvum af Seltjarnarnesi, Suðurnesjum, Garðabæ, Álftanesi og Mosfellsbæ börðust um fjögur sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Laugardalshöllinni í næsta mánuði. Fulltrúar Selsins voru Berta Sóley Sigtryggsdóttir og Heba Guðrún Guðmundsdóttir. Þær sungu lagið Ó, María mig langar heim, í nútímaútsetningu Grétu Mjallar Samúelsdóttur og Pálmars Arnar Guðmundssonar. Skemmst er frá því að segja að Berta Sóley og Heba Guðrún sungu gullfallega, komust áfram og keppa því til úrslita þann 14. mars næstkomandi. Dómarar höfðu það á orði að þessi undankeppni í Grindavík hefði verið sérlega öflug og hvert atriði öðru betra. Við getum verið stolt af þeim stöllum og óskum þeim góðs gengis á Laugardalshöll. Að söngkeppninni lokinni skemmtu hátt í 300 unglingar sér vel á balli svo það var glaður hópur keppenda og áhorfenda sem snéri heim aftur á Seltjarnarnesið.

You may also like...