Íbúðir, hótel, veitingastaðir og verslanir á Héðinsreit

Hugmyndir hollensku arkitektastofunnar Ivantspijker um hvernig Héðins­reit­ur­inn gæti litið út séð frá Fiskislóð.

Hug­mynd­ir eru um íbúðir, hót­el og lif­andi jarðhæðir með versl­unum og veitinga­stöðum á Héðinsreit vestast í Vesturbænum. Aðeins er þó um hugmyndaþróun að ræða og er ekki búið að leggja fram skipu­lagstillögu.

Það er Hollenska arkitekta-stofan Ivantspijker hefur unnið þessar hugmyndir um Héðnsreitinn og voru þær sýndar á opn­um fundi Reykja­vík­ur­borg­ar á dögunum þar sem farið var yfir upp­bygg­ingu innviða og at­vinnu­hús­næðis í borg­inni. Héðins­reit­ur skipt­ist í tvo hluta, Selja­veg 2 og Vest­ur­götu 64. Reiturinn er í eigu tveggja aðila og hol­lenska arki­tekta­stof­an vinn­ur fyr­ir þá sem eiga auðu lóðina sem snýr í átt að Granda, þ.e. Vest­ur­götu 64. Annar hópur vinn­ur að þróun Seljavegs 2 þar sem Loft­kastal­inn var eitt sinn.

Héðins­reit­ur eins og hann lít­ur út í dag. Ljós­mynd/​Sig­urður Ólaf­ur Sig­urðsson.

You may also like...