Endurnýjun Melabrautar lokið

Þannig lítur Melabrautin út úr lofti eftir endurbæturnar í sumar.

Lokið er framkvæmdum við Melabrautina á Seltjarnarnesi sem var endurnýjuð í sumar. Gatan var fyrir framkvæmd „vistgata“ með 15 km hámarkshraða en var endurhönnuð sem almenn íbúagata.

Skipt var um jarðveg í allri götunni, lagnir endurnýjaðar sem og heimæðar í hús. Ljósastaurar voru færðir til og lýsing hönnuð þannig að íbúar yrðu ekki fyrir óþægindum. Settar voru gangstéttar beggja vegna götunnar enda fara mörg börn um hana á leið til og frá skóla. Bílastæðum var fjölgað og er gatan nú einstefnugata frá Bakkavör. Íbúum eru færðar þakkir fyrir þolinmæðina í kringum framkvæmdirnar og ónæðið sem þær kunna að hafa valdið.

You may also like...