Vesturbæjarbiskupinn var haldinn í Hagaskóla

Þátttakendur í skákmótinu Vesturbæjarbiskupnum.

Vesturbæjarbiskupinn var haldinn í Hagaskóla þriðjudaginn 6. febrúar sl. Þetta er skákmót sem hófst fyrir all nokkrum árum síðan en var síðan endurvakið árið 2013. Nú er mótið haldið í fimmta sinn síðan árið 2013, en árið 2017 datt út af óviðráðanlegum ástæðum.

Líkt og undanfarin ár var flott mæting, en þetta er eingöngu ætlað nemendum í 1.-10. bekk og var keppt í fimm flokkum og er flokkunum skipt eftir aldri og kyni. Það voru hátt í 40 keppendur þetta árið, en veikindi settu strik sinni í reikninginn hjá nokkrum keppendum sem gátu ekki keppt að þessu sinni. En allt er þetta til gamans gert og er gaman að sjá hversu mikil gróska er í skákmenningu skólanna og má þakka Skákakademíunni fyrir, þar sem þeir eru duglegir að breiða út sinn boðskap með markvissum æfingum í skólunum. Að auki er einnig keppt um farandbikar, en sá bikar er veittur þeim skóla sem sendir inn flesta keppendur. Fyrstu tvö árin var það Melaskóli sem vann, þar á eftir var það Álfhólsskóli sem vann næstu tvö árin, en í ár var það Landakotsskóli sem vann þennan bikar að þessu sinni. Það er mikill uppgangur í skákinni í þeim skóla og voru þeir vel að því komnir að fá farandbikarinn að þessu sinni.

You may also like...