Smáhýsi við leikskólann tekin í notkun í haust

Leikskólinn á Seltjarnarnesi.

Þessa dagana er unnið að því að reisa smáhýsi við leikskólann á Seltjarnesi. Áætlað er að húsin komi til landsins seinni partinn í ágúst. Eftir það mun taka um viku til 10 daga að ganga frá þeim þannig að hægt verði að hefja leikskólastarf þar í byrjun september.

Tvær deildir verða starfræktar í smáhýsum sem eru vel skipulögð, 270 fermetrar á einni hæð. Þeim verður raðað þannig saman að um eitt hús verður að ræða með inngangi fyrir miðju sem snýr að leikskólanum Smáhýsin eru hugsuð sem tímabundin lausn á  húsnæðisvanda leikskólans en áætlað er að hefja hönnun nýs leikskóla á komandi haustmánuðum. Gangi þær fyrirætlanir eftir sem stefnt er að mun byggingu hins nýja leikskóla ljúka innan þriggja ára og þá er ætlunin að smáhýsin verði fjarlægð.

You may also like...