Skaraskúr á að hverfa

Ýmsum kann að vera eftirsjá í Skaraskúr  en bæjaryfirvöldum fannst hann ekki  passa í umhverfið.

Seltjarnarnesbær ætlar að láta rífa Skaraskúr eða flytja hann burt af lóð við íþróttamiðstöð bæjarfélagsins að Suðurströnd 10 Seltjarnarnesi. Af þeim sökum var óskað eftir tilboðum í niðurrif hans eða brottflutning á dögunum.  

Búið er að aftengja lagnir en fjarlægja þarf sökkla og plötu auk skúrsins sjálfs. Skúrinn hýsti lengi sjoppu- og skyndibitarekstur en síðast var Systrasamlagið þar til húsa og seldi m.a. heilsuvörur. Skúrinn hefur staðið auður að undanförnu en hann hefur ekki lóðarréttindi. Fyrir nokkru var ákveðið að fjarlægja skyldi skúrinn og að líkindum mun hann hverfa af íþróttamiðstöðvarlóðinni á næstunni.

You may also like...