Verulegt tjón eftir eldsvoða í Seljaskóla

Mikinn reyk lagði frá Seljaskóla vegna eldsins.

Verulegt tjón varð á hluta Seljaskóla í Breiðholti í eldsvoða aðfaranótt sl. sunnudags. Um 200 nemendur hafa jafnan aðstöðu í þessum hluta skólahússins en þar eru sex kennslustofur. Strax var hafist handa við að finna nemendunum annan samastað þannig að kennsla félli ekki niður. Um 60 spjaldtölvur sem nýlega höfð verið keyptar fyrir nemendur fyrir nemendur voru geymdar í þessum hluta skólans.  

Eldur komst í þak byggingarinnar og breiddist út. Aðstaða til slökkvistarfsins var erfið. Erfitt var að koma tækjum slökkviliðsins nægilega vel að byggingunni og eins reyndist erfitt að rifa þakplötur ofan af eldinum en þær voru rækilega festar. Þá fór mikið vatn fór inn í skólann við slökkvistarfið og reykur breiddist út. Ljóst er að mikið tjón hefur orðið en allt kapp lagt á að skólastarf raskist sem minnst af þessum sökum en stutt er eftir af skólaárinu. Gera má ráð fyrir að nokkurn tíma taki að endurbyggja skólaálmuna sem fór illa í eldsvoðanum. Eldsupptök voru ekki að fullu ljós þegar blaðið fór í prentun en þetta er í annað sinn sem eldur kemur upp á svipuðum stað í skólanum á stuttum tíma.

You may also like...