Kolagata á Hafnartorgi

Kolagata er til hægri á myndinni en Hafnarstræti til vinstri.

Með uppbyggingu og breyttu umhverfi verða nýjar götur til og fá nöfn. Tvær nýjar göngugötur hafa nú orðið til á Hafnartorgi og fengið nöfnin Kolagata og Reykjastræti.

Kolagata sem nú er lokið við liggur eftir endilöngu Hafnartorginu frá Tollhúsinu þar sem Kolaportið er og nær út að Lækjargötu. Við götuna eru verslanir til húsa meðal annars verslunin HM. Gatan fékk heiti sitt frá liðinni tíð en kolum var skipað á land á þessum slóðum og þar stóð kolakraninn Hegri sem reistur var 1927 og var tekinn niður 1968. Kolakraninn var áberandi á sinni tíð og eins konar umhverfistákn hafnarsvæðisins í Reykjavík.

You may also like...