Byggt ofan á Hagamel 67

Þannig myndi Hagamelur 67 líta út eftir að byggt hefði verið þriggja hæða íbúðhús ofan á verslunarhúsnæðið. Teikning T.Ark. arkitektar.

Hugmyndir eru um að byggja þrjár íbúðarhæðir ofan á verslunarhúsið við Hagmel 67. Þann 30. ágúst sl var lögð fram fyrirspurn hjá skipulagsfulltrúa frá Kristjönu Margréti Sigurðardóttir um hækkun hússins á lóðinni nr. 67 við. Hækkunin felst í að byggja allt að þriggja hæða íbúðarhúsnæði ofan á núverandi verslunarhúsnæði, samkvæmt uppdrætti T.Ark. Arkitekta ehf.

Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og hefur nú verið lögð fram að nýju ásamt jákvæðri umsögn skipulagsfulltrúa frá 25. september sl. Ýmis starfsemi hefur verið í húsinu í gegnum árin. Meðal annars sjoppa, bókabúðin Úlfarsfell, Prentsmiðjan Skákprent, bakarí og hverfiskráin Haukur í Horni. Ísbúð Vesturbæjar er á Hagamel 67. Einnig Fisherman fiskverslun og eldhús, blómabúð, Gallerí Vest og Thai Grill. Hugmyndir eru um að hver íbúðarhæð verði 320 fermetrar að stærð eða alls um eitt þúsund fermetra. Lítið hús Veitna tengir Hagamel 67 við blokkina við Kaplaskjólsveg 27 til 31. 

You may also like...