FB í alþjóðlegri ræðukeppni á Ítalíu

Hér má sjá íslenska hópinn fyrir framan dómkirkjuna í Mílanó á Ítalíu.

Nemendurnir Axel Örn Arnarson og Jóel Kristjánsson á húsasmíðabraut og Kristín Canada á opinni braut tóku nýlega þátt í alþjóðlegu Erasmus+ verkefni sem kallast á ensku “European Voice of Sales”.

Auk Íslands taka þátt nemendur og kennarar frá Ítalíu, Portúgal, Finlandi og Noregi. Hópurinn dvaldist við Comovatn og var Cometa framhaldsskólinn gestgjafar. Hópurinn heimsótti frumkvöðla og unnu ýmis verkefni í anda frumkvöðlabúða. Keppninni lauk með tveggja mínútna lyfturæðu sem kallast a ensku “pitching speech”. Hér má sjá íslensku nemendurna sem tóku þátt fyrir hönd FB fyrir framan dómkirkjuna í Mílanó ásamt Ásgerði Bergsdóttur íslenskukennara og Ágústu Unni Gunnarsdóttur alþjóðafulltrúa FB. Ferðin er nemendum að kostnaðarlausu því Erasmus styrkur verkefnisins greiðir ferðina að fullu.

You may also like...