Nýtt félagslegt verkefni í Efra Breiðholti

Aðstandendur verkefnisins staddir á svölum húsnæðisins í Völvufellinu. Erlingur Fannar, Hrafnhildur Georgsdóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir, Jón Svan Grétarsson, Þórunn Gunnarsdóttir, Þröstur Guðmundsson og Þorvaldur Daníelsson.

Nýtt verkefni er að fara af stað í Efra Breiðholti. Nefnist það Brúin. Upphaf þess liggur hjá nokkrum nemum í MPM námi við Háskólann í Reykjavík. Hópurinn fékk Þorvald Daníelsson sem þekktur er sem Þorvaldur hjólakappi og fyrir félagsskapinn Hjólakraft til liðs við sig.

Markmiðið með verkefninu er að ná til barna sem eru félagslega óvirk eða með einhverjar sérþarfir. Ætlunin er að auka virkni þeirra með því að fá þau í Brúna og styrkja þau þannig félagslega. Einnig er ætlunin að ná til krakka sem ekki nýta frístundakortið og vekja athygli á nýtingu þess en kortið er hvað verst nýtt á þessu svæði. Brúin hefur aðsetur við Völvufell í húsnæði bak við Pólsku búðina og Gamla kaffihúsið þar sem gamla Breiðholtsbakarí var og Nýlistasafnið hefur aðstöðu. Hluti þessa húsnæðis hefur verið lítið eða ekkert nýttur að undanförnu og er hluti þess sem Reykjavíkurborg festi kaup á í Fellakjarnanum. Undirbúningur að starfseminni er vel á veg kominn og gera má ráð fyrir að vestur hluti hússins fari að iða af lífi og fjöri innan skamms. 

You may also like...