Garðheimar í Suður-Mjódd

Séð yfir Garðheimasvæðið í Mjóddinni. Rauði ramminn sýnir svæðið sem Garðheimar og Vínbúðin standa á. 

Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkti að veita Garðheimum vilyrði fyrir lóð ásamt byggingarrétti í Suður-Mjódd í Breiðholti. Garðheimar höfðu sótt um lóð á þróunarsvæðinu við Stekkjarbakka Þ73 en fallið hefur verið frá þeim áformum. Garðheimar höfðu átt í viðræðum við Reykjavíkurborg um að flytja starfsemi sína á þróunarsvæðið Stekkjarbakka Þ73 þar sem sóst hefur verið eftir að byggja mjög umdeilda gróðurhvelfingu.  

Lóðin sem Garðheimar hafa fengið vilyrði fyrir er hin sama og ætlunin var að úthluta Heklu hf. fyrir bílaumboðið. Ekkert varð hins vegar úr þeim fyrirætlunum. Nú hefur verið fallið frá fyrri áformum um að koma starfsemi Garðheima fyrir við Stekkjarbakkann ofanverðan eða í Elliðaárdalnum eins og sumir kjósa að kalla svæðið. Telja þeir að uppbygging starfseminnar í dalnum hefði haft í för með sér mikið umhverfisrask, aukna bílaumferð og tilheyrandi fjölda bílastæða á mikilvægu grænu svæði í borgarlandinu og ætla megi að Suður-Mjódd verði mun heppilegri staður fyrir starfsemi Garðheima.

You may also like...