Nýbyggingar við MR

MR reitur 1

Tillögur að framkvæmdum að baki Menntaskólans í Reykjavík. Teikn­ing/​Teikni­stof­an Óðin­s­torgi sf.

Farið er að vinna að bygg­ing­ar­málum Mennta­skól­ans í Reykja­vík og hafa hugmyndir arki­tekt­anna Helga Hjálm­ars­son­ar og Lenu Helga­dótt­ur um skipu­lag og bygg­ing­ar á reit MR litið dagsins ljós. Lengi hefur verið bar­ist fyr­ir því að fá leyfi til byggingar viðbótarhúsnæðis við skólann en fjármagn ekki fengist til framkvæmda.

Ekkert fjármagn er eyrnamerkt byggingum við Menntaskólann í Reykjavík í því fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðförum Alþingis en menntamálaráðuneytið hef­ur sent teikn­ing­ar og önnur gögn um stækk­un skól­ans til borg­ar­yf­ir­valda og annarra stjórn­valda sem málið heyr­ir und­ir. Málið á sér yfir tveggja áratuga sögu því árið 1995 hafi Helgi Hjálm­ars­son og Lena dótt­ir hans unnið sam­keppni um skipu­lag á reit Mennta­skól­ans. Skipulagið af­mark­ast af Amt­manns­stíg, Þing­holts­stræti, Bók­hlöðustíg og Lækj­ar­götu þar sem gert var ráð fyr­ir ný­bygg­ing­um á þann hátt að þær féllu vel að eldri bygging­um sem látnar yrðu standa áfram. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur þegar fjallað um málið og engin andstaða er af þess hálfu við byggingaráformin. Sam­kvæmt þeim er gert ráð fyrir að nú­ver­andi íþrótta­hús skól­ans verði end­ur­byggt fyrir bóka­safnið en fjósið svo­nefnda, fyr­ir ofan gamla skólann, yrði gert að marg­miðlun­ar­veri. Gert er ráð fyrir að gamla KFUM húsið verði fjar­lægt og í stað þess kæmi ný­bygg­ing með kennslu­stof­um og á neðri hæð yrði aðstaða fyr­ir fé­lags­líf nem­enda, mötu­neyti og fleira. Þá sé gert ráð fyr­ir því að í fram­haldi af Casa Nova í átt­ina að Amt­manns­stíg komi íþrótta- og sam­komu­hús.

You may also like...