Sjöundu bekkingar úr Melaskóla heimsóttu Grund

Melaskoli Grund 1

Nemendum úr Melaskóla var prýðisvel tekið af heimilisfólki á Grund.

Tólf nemendur úr 7. bekk Melaskóla fóru föstudaginn 8. apríl sl. og heimsóttu heimilisfólk að Grund.

Krakkarnir áttu góða morgunstund með heldri borgurum sem búa á öldrunarheimilinu og fluttu meðal annars vordagskrá sem var sett saman af tali og tónum. Þau spjölluðu einnig við eldra fólkið og er ljóst að ólíkar kynslóðir náðu mjög vel saman þar sem hlýja og einlægni yfirstigu öll kynslóðabil. Færst hefur í vöxt á undanförnum árum að krakkar á grunnskólaaldri heimsæki heldri borgara sem dvelja á elli- og hjúkrunarheimilum og kynslóðirnar miðli hvor annarri af hugmyndum sínum.

You may also like...