Við þurf­um að vanda okk­ur

Kol­brún Ing­ólfs­dótt­ir og Ágúst Ein­ars­son með barna­börn sín.

Kol­brún Ing­ólfs­dótt­ir og Ágúst Ein­ars­son með barna­börn sín.

Ágúst Ein­ars­son pró­fess­or og fyrr­um al­þing­is­mað­ur og rekt­or spjall­ar við Vesturbæjarblaðið að þessu sinni. Hann hef­ur búið á Sel­tjarn­ar­nesi í nær 35 ár frá því hann flutt­ist þang­að með fjöl­skyldu sinni 1980. Ágúst hef­ur frá mörgu að segja bæði sem áhuga­mað­ur um stjórn­mál og fræði­mað­ur og hef­ur ákveðn­ar skoð­an­ir þar sem hann dreg­ur ekk­ert und­an. Þetta spjall hófst í Vest­ur­bæn­um en síð­an flakk­aði hann um heim­inn eins og hon­um er lag­ið en tengdi sög­una og við­horf sín jafn­an við ís­lensk­an veru­leika.

„Við hjón­in erum bæði fædd í Vest­ur­bæn­um þótt leið okk­ar hafi leg­ið út á Sel­tjarn­ar­nes. Kon­an mín, Kol­brún Ing­ólfs­dótt­ir, er frá Víði­meln­um en sjálf­ur er ég fædd­ur á Báru­göt­unni í Vest­ur­bæn­um. Eldri syst­ur mín­ar eru fædd­ar í Vest­manna­eyj­um. Við vor­um ell­efu systk­in­in og erum átta á lífi. Ég ólst upp í Vest­ur­bæn­um, gekk í Mið­bæj­ar­skól­ann, Gagn­fræða­skól­ann við Von­ar­stræti og Mennta­skól­ann. Öll skóla­gang­an var þannig við Lækj­ar­göt­una. Ég hef mest unn­ið um æv­ina í eða við Vest­ur­bæ­inn og er ekk­ert mik­ið fyr­ir að fara út fyr­ir það svæði. Ég rata hrein­lega ekki í flest­um bæj­ar­hlut­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Við flutt­um á Sel­tjarn­ar­nes fyr­ir um 35 árum. Bjugg­um 15 ár á Barða­strönd­inni og frá 1995 á Fornu­strönd­inni . Við höf­um alltaf ver­ið norð­an­meg­in á Nes­inu og mun­um ekki fara það­an nema sem englar. Það er fal­legt á Nes­inu og þar býr gott fólk og bæj­ar­fé­lag­ið er gott. Því er vel stjórn­að og skipu­lag er með ágæt­um.“

Er líka KR-ing­ur

„Ég var lengi pró­fess­or í Há­skóla Ís­lands og varð síð­ar rekt­or Há­skól­ans á Bif­röst og er núna pró­fess­or þar. Ég hef gam­an af kennslu, rann­sókn­um og skrif­um og er að leggja loka­hönd á mína 26. bók en hún er um hag­ræn áhrif rit­list­ar. Ég hef ver­ið pró­fess­or í 25 ár, set­ið á Al­þingi, stjórn­að fyr­ir­tækj­um og set­ið í fjölda stjórna þannig að ég get ekki kvart­að yfir til­breyt­ing­ar­leysi í mínu lífi og starfi. Flest­ar syst­ur mín­ar búa í Vest­ur­bæn­um og ég tel Sel­tjarn­ar­nes vera hluta af þess­ari stærri byggð sem má kalla Vest­ur­bæ. Ég er ekki mik­ið fyr­ir að að­greina Vest­ur­bæ­inn og Sel­tjarn­ar­nes. Ég er KR-ing­ur og fer stund­um á völl­inn en held þó með Gróttu þeg­ar þeir keppa við KR, sem ger­ist nú reynd­ar ekki oft.“

Ein­stakt að vera afi

„Við eig­um fjög­ur barna­börn. Fjór­ar litl­ar prinsess­ur. Sú elsta er tólf ára og það er al­veg ein­stakt að vera afi. Ég man að ég var oft að lýsa þessu fyr­ir vini mín­um Ein­ari Oddi Krist­jáns­syni heitn­um frá Flat­eyri, fyrr­um for­manni Vinnu­veit­enda­sam­bands­ins og al­þing­is­manni, hversu dá­sam­legt væri að vera afi. Hann skildi þetta ekki en svo eign­að­ist hann barna­barn og þá hringdi hann sér­stak­lega í mig og sagði: „Ég skil loks­ins Ágúst hvað þú varst að tala um.“ Ég er að vísu í smá vand­ræð­um að gera elstu barna­börn­in að KR-ing­um því þær búa á svæði Vík­ings. Ég er þó bú­inn að ná samn­ing­um við þær nema þeg­ar Vík­ing­ur er að keppa. Við fór­um sam­an á bik­ar­úr­slita­leik­inn og fögn­uð­um þar öll sigri KR.“

Nes­stofa er dýr­grip­ur

„Þótt við séum Vest­ur­bæ­ing­ar að upp­runa þá hef­ur okk­ur lið­ið vel á Sel­tjarn­ar­nesi. Margt er líka sér­stakt fyr­ir utan hið stór­kost­lega út­sýni sem Seltirn­ing­ar búa við. Við get­um nefnt Nes­stofu sem er dýr­grip­ur og allt vest­ur­svæð­ið, fjör­una og stríðsminjarn­ar upp í Holti sem mættu vera sýni­legri. Mér finnst svo­lít­ið merki­legt að hugsa til þess að Nes­stofa sem lækna­set­ur er byggð í anda upp­lýs­inga­stefn­unn­ar á síð­ari hluta 18. ald­ar. Þetta var gert á sama tíma og Skúli fó­geti var að koma Inn­rétt­ing­un­um á fót í Reykja­vík. Öll þessi at­hafna­semi var að frum­kvæði danskra yf­ir­valda. En þetta koðn­aði allt nið­ur, mest vegna and­stöðu Ís­lend­inga sjálfra. Mér finnst merki­legt að hugsa til þess þeg­ar mað­ur hef­ur þenn­an minn­is­varða fyr­ir aug­un­um að heim­ur­inn stóð kyrr hér á landi fram und­ir byrj­un 20. ald­ar. Þá fyrst hófst iðn­bylt­ing­in í sjáv­ar­út­veg­in­um. Iðn­bylt­ing­in hafði byrj­að um 100 til 150 árum fyrr í ná­granna­lönd­un­um. Þeg­ar hún barst hing­að var búið að byggja upp þokka­lega vel­meg­un í öll­um ná­granna­ríkj­un­um í eina til eina og hálfa öld.“

Vær­um 850 þús­und

„Ég hef bor­ið sam­an bú­setu­þró­un­ina hér á landi og í Nor­egi. Í lok þjóð­veld­is­ald­ar – á síð­ari hluta 13. ald­ar vor­um við um 50 þús­und tals­ins. Um 600 árum síð­ar eða um 1850 vor­um við enn um 50 þús­und. Ef sam­bæri­leg fólks­fjölg­un hefði orð­ið hér og varð í Nor­egi frá þjóð­veld­is­tím­an­um þá vær­um við ekki 330 þús­und held­ur um 850 þús­und. Nátt­úru­leg­ar að­stæð­ur ollu þessu að ein­hverju leyti en einnig okk­ar eig­in að­gerð­ir. Ein þeirra er að við byggð­um ekki upp nein þorp við sjó­inn. Þessa miklu auð­lind, fiski­mið­in, nýtt­um við lít­ið. Út­lend­ing­ar veiddu hér við land allt frá 14. öld. Við átt­um ekki alltaf góða valds­menn. Merki­legt er í sögu okk­ar að mestu aft­ur­halds­seggirn­ir voru ís­lensk­ir ráða­menn á þess­um tíma. Þessi aft­ur­halds­hugs­un gagn­vart breyt­ing­um nær allt fram á 20. öld og þessi hugs­un er enn nokk­uð rót­gró­in hjá Ís­lend­ing­um.“

Erum fyr­ir löngu orð­ið borg­ríki

Ágúst tel­ur okk­ur mun færri en við þyrft­um að vera. „Ég hef átt þá draum­sýn að Ís­lend­ing­ar yrðu miklu fleiri. Við get­um enn far­ið þá leið sem Banda­ríkja­menn fóru á 18. og 19. öld. Þá flutt­ist fólk til Banda­ríkj­anna. Það kom frá mörg­um Evr­ópu­lönd­um og varð að Banda­ríkja­mönn­um eft­ir eina til tvær kyn­slóð­ir. Ég hef sleg­ið því fram að hér ættu að búa um þrjár millj­ón­ir manna og þetta að­flutta fólk myndi verða Ís­lend­ing­ar eft­ir tvær kyn­slóð­ir. Þriðja kyn­slóð­in yrði orð­in inn­fædd­ir Ís­lend­ing­ar. Þetta hef­ur gerst víð­ar í heim­in­um. Það er margt ein­kenni­legt við bú­setu hér á landi. Um tveir þriðju hlut­ar þjóð­ar­inn­ar búa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu – á einu pró­senti af stærð lands­ins en í öðr­um hlut­um þess eða 99% er byggð ótrú­lega strjál. Mér fannst þetta svo merki­legt að ég skoð­aði hvern­ig íbúa­dreif­ingu er hátt­að í hátt­að í hin­um 200 lönd­um heims­ins. Að svona stór hluti af lands­mönn­um búi á sama blett­in­um þekk­ist varla. Ís­land er fyr­ir löngu orð­ið borg­ríki. En það er aldrei við­ur­kennt í al­mennri um­ræðu og alls ekki í stjórn­mála­um­ræð­unni. Lands­byggð­in er löngu horf­in sem slík en auð­vit­að er til dreif­býli á Ís­landi sem vita­skuld þarf að taka til­lit til. Þessi sér­stæða þró­un á íbúa­fjölda og bú­set­unni og hvað við erum fá það mark­ar um­gjörð okk­ar að miklu leyti.“

Þró­un til bættra lífs­kjara er ekki sjálf­gef­in

„Við vilj­um halda þessu stóra landi í byggð,“ seg­ir Ágúst en bend­ir á að það kosti pen­inga. „Fólk sem vill búa í dreif­býli á að eiga kost á því en fyr­ir marga þýð­ir það ein­fald­lega lak­ari þjón­ustu. Ég skil fólk vel sem vill flytja í þétt­býli þar sem er stærri um­gjörð og auð­veld­ara er með skóla­göngu. En lít­ið er rætt um þessi vanda­mál. Mjög margt hef­ur breyst hér á landi á síð­ustu 115 árum ef mið­að er við upp­haf 20. ald­ar­inn­ar. Þá hófst tíma­bil mik­ill­ar vel­meg­un­ar. Við brutumst úr ör­birgð og ekki að­eins til bjarg­álna held­ur urðu með þeim þjóð­um heims sem hafa best lífs­kjör. Lífs­kjör­in eins og þau voru hjá okk­ur í byrj­un 20. ald­ar eru á borð við lífs­kjör eins og þau eru núna í Kam­bó­díu í Asíu og Kamer­ún í Afr­íku. Við vor­um í 10 til 15 sæti hvað lífs­kjör varð­ar fyr­ir banka­hrun­ið 2008 og erum nú í 20. til 25. sæti nú en það er ekk­ert óhemju fall mið­að við af­komu hjá fjölda þjóða.“

Bók­mennt­irn­ar og land­helg­is­út­færsl­an

„Við eig­um góða fram­tíð ef við horf­um raun­sætt á mál­in og ger­um okk­ur grein fyr­ir fá­menn­inu sem ger­ir það að verk­um að við höf­um ekki úr eins mikl­um fjölda í mann­afla að spila og önn­ur nú­tíma­sam­fé­lög. Inn­við­ir sam­fé­laga eru nú þess eðl­is að stjórn­sýsl­an verð­ur sí­fellt flókn­ari. Ég held því fram að ein af ástæð­um banka­hruns­ins hafi ver­ið sú að við gát­um ekki mann­að nægj­an­lega vel all­ar þær stöð­ur sem þurfti. Við vilj­um oft gleyma því að við erum langt frá því að geta talið okk­ur smá­þjóð. Við erum ör­þjóð. Á að­eins tveim­ur svið­um skipt­um við máli á heims­vísu. Ann­að þeirra eru bók­mennt­irn­ar sem voru skrif­að­ar á 12. og 13. öld en hitt er land­helg­is­út­færsl­an á 20. öld. Hún var gerð í mörg­um skref­um og það tók hátt í öld að ljúka því verki. Þar rudd­um við braut­ina og skipt­um máli bæði á al­þjóða­vísu og fyr­ir okk­ur sjálf sem vel­meg­andi þjóð. Heims­styrj­ald­irn­ar tvær skiptu líka máli fyr­ir efna­hags­þró­un­ina. Mik­il tækni barst þá hing­að til lands og hér varð blússandi gang­ur í þó nokkra ára­tugi og hef­ur ver­ið að miklu leyti síð­an.“

Styrk­leiki í að líta stórt á sig

Ágúst seg­ir Ís­lend­inga líta svo stórt á sig að það liggi við móðg­un að nefna fá­menn­ið. „Ís­lenska þjóð­arsál­in vill vinna í öll­um keppn­um. Við vilj­um vinna á Ólymp­íu­leik­um en gef­um ekk­ert fyr­ir sigra á Smá­þjóða­leik­um. Ef til vill er það einn af styrk­leik­um þjóð­ar­inn­ar að hafa svona mik­inn metn­að. Hluti af því sem hef­ur gert okk­ur að þjóð er að við héld­um tungu­mál­inu okk­ar. Við átt­um sög­urn­ar, kváð­um vís­ur, með­al ann­ars rím­ur í þús­und ár og héld­um þjóð­inni sam­an á grund­velli tungu­máls og rit­list­ar. Sag­an geym­ir dæmi um marg­ar þjóð­ir sem runnu inn í aðr­ar þjóð­ir. Hér hjálp­aði fjar­lægð­in einnig til, það er að við erum langt frá öðr­um þjóð­um. Erf­ið tíma­bil hafa kom­ið í sögu lands­ins. Eitt sinn átti að flytja alla Ís­lend­inga á Jót­lands­heið­ar og full al­vara var að baki þeirri til­lögu­gerð. Dan­ir voru áhyggju­full­ir yfir þess­ari ný­lendu sinni á þeim tíma. Við sjá­um líka þann mikla brott­flutn­ing sem varð til Vest­ur­heims á síð­ari hluta 19. ald­ar. Hvort slík­ir at­burð­ir geta end­ur­tek­ið sig er spurn­ing. Fólk er miklu hreyf­an­legra nú en áður. Við höf­um séð þetta ger­ast inn­an­lands. Gjör­breyt­ing hef­ur orð­ið á bú­setu og fólk þjapp­að sig sam­an á Suð­vest­ur­landi. Marg­ir hafa líka far­ið til út­landa á síð­ustu árum og lík­ur eru á því að það eigi eft­ir að aukast. Marg­ir hafa far­ið til Nor­egs og vegn­ar vel þar enda Nor­eg­ur eitt rík­asta land í heimi og lífs­kjör mjög góð. Ís­lend­ing­ar eru líka al­mennt vel metn­ir á með­al Norð­manna. Við höf­um líka búið svo vel að marg­ir Ís­lend­ing­ar dvelja tíma­bund­ið í út­lönd­um við nám og vinnu en koma svo heim reynsl­unni rík­ari.“

Ekki sjálf­gef­ið að allt gangi eins

Ágúst seg­ir ekki sjálf­gef­ið að á 21. öld­inni muni allt ganga hér eins og á þeirri 20. „Við þurf­um að hafa fyr­ir því og við verð­um líka að sjá mögu­leik­ana sem hin nýja at­vinnu­hátta­bylt­ing hef­ur í för með sér. Sú fyrri varð í iðn­bylt­ing­unni upp úr 1750 þeg­ar með gufu­afl­inu kom ut­an­að­kom­andi orka í mikl­um mæli í fyrsta sinn í sög­unni inn í sam­fé­lag manns­ins. Nú erum við að upp­lifa aðra at­vinnu­hátta­bylt­ingu með öðr­um tækni­fram­för­um, með tölvu­tækn­inni og breyt­um sam­skipta­hátt­um og einnig auk­inni þekk­ingu í líf­vís­ind­um og erfða­fræði. Þetta kem­ur einnig fram í skap­andi at­vinnu­grein­um sem byggja á menn­ingu. Þar er mik­il fram­tíð fyr­ir þjóð eins og okk­ur sem er mjög með­vit­uð um menn­ing­ar­lega starf­semi. Ég hef skrif­að nokkr­ar bæk­ur um þetta en mér þyk­ir breyt­ing­arn­ar ganga of hægt. Við verð­um að leggja enn meiri áhersl­ur á mennt­un og skap­andi grein­ar, menn­ing­ar­iðn­að og ann­að slíkt. Þetta gef­ur góð­ar tekj­ur og góð lífs­kjör og það er mik­il eft­ir­spurn eft­ir fólki í þess­um grein­um. Ef það er eitt­hvað sem út­lend­ing­ar vita um Ís­land fyr­ir utan nátt­úr­una þá hafa þeir heyrt af menn­ing­unni og þá ekki síst tón­list­inni. Við höld­um því oft fram Ís­lend­ing­ar að við séum með gott mennta­kerfi. Það er ekki rétt. Ég er bú­inn að starfa í ára­tugi inn­an ís­lenska mennta­kerf­is­ins og veit að það er ekk­ert sér­stakt – kannski ekk­ert slæmt held­ur. Ég var í stjórn­mál­um um tíma og fann að áhuga skorti þar á mennta­mál­um og hann vant­ar enn. Sama hvar er bor­ið nið­ur í stjórn­mála­flokk­um. Mennta­mál­in eru spari­um­ræða en ef menn vilja tala um sjáv­ar­út­vegs­mál eða byggða­mál eru all­ir ræðu­stól­ar full­ir. Þarna erum við að sitja af okk­ur tæki­færi sem aðr­ir grípa.“

Mik­il um­skipti hafa orð­ið

Ágúst leið­ir talið að at­vinnu­lífi heims­ins og seg­ir að um­skipti hafa orð­ið. „Marg­ar vör­ur sem við Vest­ur­landa­bú­ar kaup­um eru fram­leidd­ar við ómann­úð­leg­ar að­stæð­ur í fá­tæk­um ríkj­um Asíu. Við erum ekk­ert að gefa því mik­inn gaum en í sjálfu sér er þetta ekk­ert ann­að en þræla­hald­ið og barna­þrælk­un­in sem blómstr­aði í Vest­ur Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um fyr­ir ekki svo löngu síð­an. Full ástæða er einnig til að hafa áhyggj­ur af þeirri öfga­hyggju sem er orð­in mun meira áber­andi í allri um­ræðu held­ur en var. Þessi um­ræða minn­ir mig á ástand­ið sem var í Evr­ópu á milli 1920 og 1935 þeg­ar öfga­öfl­in urðu ráð­andi á meg­in­land­inu og sem leiddi til valda­töku nas­ista í Þýska­landi, fas­ista á Spáni og á Ítal­íu og síð­ar til seinni heim­styrj­ald­ar­inn­ar og mikl­um hörm­un­um um all­an heim. Ég hef áhyggj­ur af því að við séum að sigla inn í álíka tíma­bil. Þess­ar öfg­ar koma nú fram í kosn­ing­um í lýð­ræð­is­ríkj­um og þær eru þeg­ar farn­ar að setja mark sitt á ís­lensk stjórn­mál. Mér finnst vanta stefnu út úr þess­um vand­ræð­um og þar held ég að menn­ing­in geti kom­ið til hjálp­ar með hug­mynda­fræði um ná­unga­kær­leika og um­burð­ar­lyndi að leið­ar­ljósi. Ná­unga­kær­leik­ur og um­burð­ar­lyndi er áber­andi í öll­um trú­ar­brögð­um. Þótt finna megi öfga­hyggju­menn í ís­lam, í krist­inni trú og fleiri trú­ar­brögð­um þá er ná­unga­kær­leik­ur­inn meg­in­stef­in í þeim öll­um.“

Fjölg­un mann­kyns eitt af stóru mál­un­um

Ágúst bend­ir á að fólks­fjölg­un­in sé eitt af stóru mál­un­um í ver­öld­inni í dag. „Talið er að þeg­ar Jesús Krist­ur fædd­ist fyr­ir rúm­um 2.000 árum hafi jarð­ar­bú­ar ver­ið um á bil­inu 200 til 300 millj­ón­ir. Í byrj­um 20. ald­ar voru þeir orðn­ir um 1,3 millj­arð­ar sem þýð­ir að þeim hafði fjölg­að um einn millj­arð á 2.000 árum. Núna er íbúa­fjöldi jarð­ar­inn­ar um 7,3 millj­arð­ar sem þýð­ir að fjölg­un­in á 20. öld­inni og það sem af er þeirri 21., á að­eins 115 árum, var 6 millj­arð­ar. Þetta er nokk­uð sem við höf­um aldrei séð í sög­unni fyrr. Þetta ger­ir all­an sam­an­burð við fyrri ald­ir og sög­una í heild marklausa. Þessi mikla aukn­ing fólks­fjölda er að mestu í Asíu en einnig í Afr­íku. Þetta hef­ur með­al ann­ars orð­ið til þess að manns­líf­ið er orð­ið miklu minna virði en áður. Við sjá­um að barist er víða í heim­in­um en það er eins og menn kippi sér ekk­ert sér­stak­lega upp við það. Al­þjóða­sam­fé­lag­ið nær til að mynda ekki tök­um á 200.000 manna mann­falli eins og er í Sýr­landi. Ég held því fram að þær breyt­ing­ar sem nú eru að eiga sér stað séu mestu breyt­ing­ar í sögu manns­ins. Jafn­vel meiri breyt­ing­ar en þær sem urðu fyr­ir um 250 árum með iðn­bylt­ing­unni, stofn­un Banda­ríkj­anna, frönsku bylt­ing­unni og öðru sem átti sér stað á þeim tíma, þeg­ar borg­ara­stétt­in tók völd­in af að­al­s­mönn­um og kóng­um. Við ger­um okk­ur ekki fulla grein fyr­ir þess­um breyt­ing­um fyrr en að ein­hverj­um tíma liðn­um.“

Far­sælt að vinna með öðr­um þjóð­um

Ágúst seg­ir að þjóð­ir verði að standa sam­an og dreg­ur okk­ur ekki und­an í þeim efn­um. „Okk­ur hef­ur gagn­ast mjög vel að vinna með öðr­um þjóð­um á al­þjóða­vísu. Dæmi um þetta er þeg­ar við geng­um í Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar og Atl­ants­hafs­banda­lag­ið og gerð­um EFTA og EES samn­ing­ana. Þess­ar ákvarð­an­ir voru mjög um­deild­ar hér­lend­is og um­deild­ari en í flest­um öðr­um lönd­um. Allt þetta hef­ur orð­ið okk­ur mjög far­sælt. Við meg­um aldrei gleyma því að svo fá­menn þjóð sem Ís­lend­ing­ar hef­ur minni mögu­leika en fjöl­menn­ari þjóð­ir og við verð­um að vera raun­sæ hvað það varð­ar.

Eig­um að selja okk­ur dýrt

Ágúst tel­ur Ís­lend­ing­ar haga sér oft eins og þeir séu að reyna að grípa gull­gæs sem sé að fljúga í burtu. „Ég get tek­ið um­ræð­una um ferða­menn­ina sem dæmi. Talið er að um ein millj­ón er­lendra ferða­manna muni koma hing­að á þessu ári. Þetta er þó ekki mik­ið í sam­an­burði við ferða­menn í ná­granna­lönd­un­um. Um 60 millj­ón­ir út­lend­inga komu til Spán­ar á ár­inu 2013 og 30 millj­ón­ir komu til Þýska­lands og Bret­lands, hvors lands. Ef við skoð­um Norð­ur­lönd­in þá komu 11 millj­ón­ir er­lendra ferða­manna til Sví­þjóð­ar á síð­asta ári, 8 millj­ón­ir til Dan­merk­ur og rúm­ar 4 millj­ón­ir til Nor­egs og Finn­lands hvors um sig. Það sem er sér­stakt fyr­ir Ís­land er að þessi eina millj­ón er þre­föld íbúa­tala lands­ins. Ef við mið­um við hin Norð­ur­lönd­in þá er fjöldi er­lendra ferða­manna álíka og íbúa­fjöldi þeirra en hér er hann þre­fald­ur. Þess vegna er erf­ið­ara að vinna úr þessu fyr­ir okk­ur og þetta er mik­il áníðsla á nátt­úruperl­um. Menn gleyma því að þótt ferða­þjón­usta sé víða stór at­vinnu­grein þá er hún mann­frek lág­launa­at­vinnu­grein sem þarfn­ast eink­um ófag­lærðs vinnu­afls. En þrátt fyr­ir það eig­um við að stunda hana af krafti en selja okk­ur dýrt. Við eig­um að ein­blína á gæða menn­ing­ar- og nátt­úru­tengda ferða­þjón­ustu en láta ann­að eiga sig. Það er slá­andi fyr­ir okk­ar að tekj­ur af hverj­um ferða­manni hafa ver­ið að minnka. Við erum ekki að fara rétta leið. Fólk hef­ur kom­ið hing­að í ára­tugi á stór­um bíl­um með allt við­ur­væri með sér, ekur um land­ið en kaup­ir lít­ið eða ekk­ert og skil­ur nán­ast ekk­ert eft­ir í verð­mæta­sköp­un. Hið sama á við ótal far­þega á skemmti­ferða­skip­um, sem skila litl­um tekj­um.“

Verð­um að af­nema gjald­eyr­is­höft­in

Hag­fræð­ing­ur­inn kem­ur upp í Ágústi þeg­ar talið berst að efna­hags­mál­un­um og hann er í eng­um vafa um hvað verði að gera. Hann seg­ir að nú blasi að­eins eitt verk­efni við. „Við verð­um að af­nema gjald­eyr­is­höft­in. Ef við ger­um það ekki mjög fljótt þá sigl­um við öllu aft­ur í strand. Við erum að halda uppi gengi gjald­mið­ils­ins með höft­um sem er bæði dýrt og bein­lín­is heimsku­legt. Það kost­ar okk­ur marga millj­arða á ári að vera með okk­ar eig­in veiku mynt og halda henni með höft­um sterk­ari en veru­leik­inn end­ur­spegl­ar er al­deil­is frá­leitt. Því mið­ur eru þeir orðn­ir fáir sem muna höft­in sem voru hér fyr­ir 1960. Þeg­ar Við­reisn­ar­stjórn­in tók við þá tók það hana lang­an tíma að taka upp frelsi í við­skipt­um. Við vor­um þá með höft með til­heyr­andi klíku­skap og spill­ingu ára­tug­um leng­ur en þurft hefði að vera. And­staða við fram­far­ir hef­ur ver­ið allt of áber­andi hér á landi. Góð lífs­kjör hér­lend­is byggj­ast nær ein­göngu á því hversu lang­an vinnu­dag við vinn­um og mun lengri en ná­grann­ar okk­ar. Þessi langi vinnu­dag­ur og hin mikla at­vinnu­þátt­taka kvenna skap­ar tekj­ur heim­il­anna og þau lífs­kjör sem við búum við. “ Ágúst vík­ur aft­ur að byggða­mynstr­inu og seg­ir að við get­um ekki horft fram­hjá því. Þjóð­in býr nær öll hér og fólk held­ur áfram að flytja á höf­uð­borg­ar­svæð­ið hvort sem það er til Reykja­vík­ur eða ná­granna­sveit­ar­fé­lag­anna. Engu að síð­ur erum við alltaf að tala eins og um­tals­verð­ur hluti fólks­ins búi út á landi. Það er bara ekki leng­ur þannig. Fá­menn­ið og bú­setu­mynstr­ið skap­ar okk­ur vanda­mál. Við þurf­um að vanda okk­ur á næstu árum en það er vita­skuld hægt. Svart­sýni er vond­ur ferða­fé­lagi en raun­sæi og bjart­sýni fara vel sam­an.“

 

 

You may also like...