Mikilvægt að Elliðaárdalurinn haldi hlutverki sínu

Ellia·r a sumri til ˙ts˝ni yfir Ì KÛpavog

Mikilvægt að Elliðaárdalurinn haldi lykilhlutverki er niðurstaða starfshópsins, sem skipaður var af Reykjavíkurborg og nefnist „Sjálfbær Elliðaárdalur – Stefna Reykjavíkur“. Starfshópurinn vann að því að móta tillögur að framtíðarsýn um eiginleika og eðli Elliðaárdals í ljósi þess að stofnaður var borgargarður í dalnum. Hægt er að kynna sér skýrsluna á vef Reykjavíkurborgar og eru áhugasamir hvattir til að senda inn ábendingar og athugasemdir við hana.

Tillögur starfshópsins varða einstaka málaflokka svo sem skipulagsmál í dalnum, samgöngur, náttúrufar, laxveiðar, útivist og umhirðu en einnig er hugað að framtíð orkumannvirkja í dalnum og sérstaklega vikið að málefnum Toppstöðvarinnar. Jafnframt eru lagðar fram hugmyndir starfshópsins að nauðsynlegum aðgerðum í þessum helstu málaflokkum. Áður en þessar tillögur hópsins verða lagðar fram til samþykktar borgaryfirvalda verða þær kynntar fyrir hagsmunaaðilum sem og almenningi og er öllum frjálst að skila umsögn eða athugasemdum um skýrsluna og innihald hennar. Litið er á tillögurnar sem drög sem geta tekið breytingum m.a. í kjölfar athugasemda frá umsagnaraðilum.

You may also like...