Óli Gunnar slær fyrir Vesturbæinga

Oli Gunnar 1

Óli Gunnar Gestsson.

Óli Gunnar Gestsson heitir ungur Vesturbæingur sem fermdist í vor og ákvað að nota hluta fermingarpeninganna til að kaupa sláturorf svo hann væri betur búinn en á síðasta sumri þegar hann gekk í hús og bauð fólki að slá grasið fyrir þau fyrir litla greiðslu þar sem hann var að safna fyrir æfingaferð í körfubolta til Serbíu.

Nú fer Óli Gunnar aftur í körfuboltaæfingarferð til Serbíu og hann ætlar sér að bjóða fólki sem hefur af einhverjum ástæðum ekki slegið grasið hjá sér eins og á síðasta sumri eða fólki sem ekki hafði sláttuvél að slá fyrir þau. Núna er hann mjög einbeittur og vill gera þetta mun betur en í fyrra og er til þess mjög vel undirbúinn með nýju vélina sína. Við skólaslit Hagaskóla útbjó hann auglýsingu með afrifum með farsímanúmeri sínu sem fólk gat ritið númerið af og geymt hjá sér hefði það áhuga á fá hann til þess að slá fyrir sig. Síðan fór hann um hverfið í kringum Melhaga og hengdi auglýsing upp auk þess sem hann fékk leyfi til þess að hengja upp auglýsingu í Melabúðinni.

Foreldrarnir stoltir

Faðir hans segist mjög stoltur af þessu framtaki. „Ég er sérstaklega ánægður með þetta framtak hans vegna þess að eftir veikindi sem ég varð fyrir fyrir nær þremur árum er ég óvinnufær og fjárráðin dregist saman samkvæmt því.“ Hann kvaðst vona að garðsláttuvélarmáli rætist hjá honum og að hann fái eitthvað að gera með nýju vélina. Hann ætti að geta unnið sér þá fjármuni sem hann lagði í sláttuvélina til baka og eitthvað fyrir Serbíuförinni. „Við lögðum nokkra vinnu í kaupin. Fórum á flesta staði sem selja sláttuvélar til þess að skoða og vanda valið og fyrir valinu varð vél sem nýtist bæði sem lítil sláttuvél og sláttuorf til þess snyrta kanta og með fram húsum svo fólk þurfi ekki að leggjast á fjórar fætur til þess að klippa grasið sem sláttuvélar ná auðvitað ekki til. Ég vona að með því að segja frá þessu framtaki hans geti það orðið til þess að aðrir krakkar líti aðeins upp frá tölvunum í sumarfríinu og finni sér fleiri viðfangsefni.“

You may also like...