Þjónustumiðstöðin fer á Laugaveg 77

Laugarvegur 77 1

Laugavegur 77 þar sem Landsbankinn var til húsa á árum áður en nú flyst Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða og Vesturbæjar í húsið.

Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða og Vesturbæjar verða sameinaðar í eina þjónustumiðstöð í haust. Hin sameinaða starfsstöð mun hafa aðsetur við Laugaveg 77 þar sem Landsbankinn var lengi til húsa.

Áformað er að starfsemi þjónustumiðstöðvar-innar verði endurmótuð innan þess ramma sem lög, reglur og fjárveitingar setja og að horft verði til nýsköpunar varðandi þjónustu. Þjónustan verði áfram skipulögð innan hverfa og unnið út frá teymisskiptri verkefnastjórnun. Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða ritar grein í Vesturbæjarblaðið að þessu sinni þar sem hún fjallar um sameiningu þjónustumiðstöðvanna og þau markmið sem Reykjavíkurborg hyggst ná í þeim efnum. Þessar breytingar munu snerta íbúa umræddra borgarhluta nokkuð – einkum Vesturbæinga þar sem Þjónustumiðstöð Vesturbæjar flytur af Hjarðarhaga á Laugaveg. Sigþrúður segir að með samvinnu milli tveggja þjónustumiðstöðva verði þjónustunni veitt inn í hverfin frá einum borgarhluta og hagræðing fylgi því að flytja starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar í meira mæli út í annað húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar, t.d. í húsnæði skóla og félagsmiðstöðva innan hverfa.

You may also like...