LNS Saga með lægsta tilboðið í hjúkrunarheimilið

Hjúkrunarheimili-Neströð

LNS Saga ehf mun byggja hjúkrunarheimilið á Seltjarnarnesi. Tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á tæpan 1,5 milljarð króna og var lægsta tilboðið í verkið.

Bæjarráð hefur samþykkt að taka tilboði lægst bjóðanda með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og bæjarstjórn samþykki afgreiðslu. Kostnaðaráætlun hönnuða gerði ráð fyrir að verkið myndi kosta 1.467.736.199.- en tilboð LNS Sögu ehf. var 1.465.307.033.-. Önnur tilboð voru frá Íslenskum aðalverktökum hf. að upphæð 1.567.095.392.- kr., frá JÁ Verki ehf. að upphæð 1.489.714.000.- kr., frá Ístaki hf. upp á 1.588.999.957.- kr., frá Hagtaki hf. að upphæð 1.647.250.000.- kr. og frá Eykt ehf. að upphæð 1.868.894.844.- kr. Samkvæmt frétt frá Seltjarnarnesbæ uppfylltu öll tilboðin innkaupareglur bæjarfélagsins.

You may also like...