Fann­ey og Nökkvi íþrótta­fólk Seltjarn­ar­ness 2016

Fann­ey Hauks­dótt­ir og Nökkvi Gunn­ars­son með verðlaun sín.

Fann­ey Hauks­dótt­ir og Nökkvi Gunn­ars­son hafa verið út­nefnd íþrótta­kona og íþróttamaður Seltjarn­ar­ness árið 2016. Kjörið fór fram í 24. skipti en það er í um­sjón Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar Seltjarn­ar­ness.

Í rök­stuðningi fyr­ir val­inu seg­ir: Fann­ey Hauks­dótt­ir – Íþrótta­kona Seltjarn­ar­ness

Fann­ey er 24 ára og byrjaði að æfa kraft­lyft­ing­ar fyr­ir 5 árum eft­ir að hafa stundað fim­leika í ár­araðir. Árang­ur henn­ar á ár­inu 2016 var stór­glæsi­leg­ur. Hún byrjaði árið á því að bæta Íslands- og Norður­landa­met í -63 kg flokki á heims­meist­ara­mót­inu í bekkpressu með búnaði í Dan­mörku í apríl þar sem hún lyfti 152,5 kg. Í maí varð hún heims­meist­ari í klass­ískri bekk-pressu (án búnaðar) í -63 kg flokki í Suður-Afr­íku þar sem hún bætti sitt eigið Íslands­met og lyfti 105 kg. Fann­ey varð Evr­ópu­meist­ari í bekkpressu með búnaði í ág­úst þar sem hún setti tvö Íslands­met og lyfti 155 kg. Í októ­ber bætti hún svo aft­ur Íslands­met sitt í bekkpressu á Íslands­meist­ara­mót­inu í klass­ísk­um lyft­ing­um á heima­velli á Nes­inu þegar hún lyfti 108 kg og varð Íslands­meist­ari í 63 kg flokki. Fann­ey hef­ur skipað sér á bekk með fremstu kraf­lyft­inga­kon­um heims þrátt fyr­ir ung­an ald­ur. Hún er þriðja á heimslista í sín­um flokki í bekkpressu og fimmta á heimslista í klass­ískri bekkpressu. Hún er mik­il fyr­ir­mynd ungra stúlkna hér á Seltjarn­ar­nesi og reynd­ar um víða ver­öld. Hún æfir vel, lif­ir heilsu­sam­legu líferni og er hóg­værðin upp­máluð.

Nökkvi Gunn­ars­son – Íþróttamaður Seltjarn­ar­ness

Nökkvi Gunn­ars­son úr Nes­klúbbn­um er og hef­ur til margra ára verið einn fremsti kylf­ing­ur lands­ins og keppt á sterk­um golf­mót­um víða um heim. Bæði sem ein­stak­ling­ur og einnig sem hluti af landsliði ís­lenskra golf­kenn­ara. Á síðasta ári varð hann í annað sinn Íslands­meist­ari karla á Íslands­móti 35 ára og eldri sem haldið var í Vest­manna­eyj­um. Þá hafnaði Nökkvi í 2. sæti í Meist­ara­móti Nes­klúbbs­ins og vann til fjölda annarra verðlauna í íþrótt­inni á ár­inu, þar á meðal sigraði hann tvö af fjór­um opn­um mót­um sem hald­in voru á Nesvell­in­um. Nökkvi var einnig í liðssveit Nes­klúbbs­ins sem hafnaði í 4. sæti á Íslands­móti golf­klúbba og haldið er á veg­um Golf­sam­bands Íslands. Nökkvi hef­ur síðan 2010 starfað sem golf­kenn­ari hjá Nes­klúbbn­um hér á Seltjarn­ar­nesi. Hann hef­ur þar í starfi sínu meðal ann­ars haft yf­ir­um­sjón með allri þjálf­un krakka og ung­linga en það starf hef­ur tekið gríðarleg­um stakka­skipt­um á und­an­förn­um árum. Hann hef­ur með kunn­áttu sinni og áhuga á íþrótt­inni, elju og já­kvæðni átt mik­inn þátt í því und­an­far­in ár að breiða út já­kvætt viðhorf gagn­vart golfíþrótt­inni á Seltjarn­ar­nesi sem og á landsvísu.

Efnilegir íþróttamenn sem fengu viðurkenningar á hátíðinni.

You may also like...