Aníta og Guðni Valur íþróttafólk ársins hjá ÍR

Aníta Hinriksdóttir frjálsíþróttakona ÍR og Guðni Valur Guðnason frjálsíþróttamaður ársins 2016.

Aníta Hinriksdóttir frjálsíþróttakona var valin íþróttakona ÍR og Guðni Valur Guðnason frjáls- íþróttamaður íþróttakarl ársins 2016 hjá ÍR á verðlaunahátíð félagsins sem fram fór á milli jóla og nýars.

Stjórnir allra deilda félagsins tilnefndu íþróttakonu og íþróttakarl ársins í sinni deild og úr þeim hópi voru Aníta og Guðni valin. Aníta og Guðni Valur kepptu bæði með glæsibrag í frjálsíþróttum fyrir Íslands hönd á mestu íþróttahátíð veraldar á síðasta ári, Ólympíuleikunum í Ríó. Allir tilnefndir íþróttamenn deilda voru heiðraðir á verðlaunahátíðinni sem var sú fjölmennasta sem haldin hefur verið hjá félaginu.

Hér að neðan eru nöfn þeirra sem heiðraðir voru:

Júdókona ÍR 2016: Aleksandra Lis

Knattspyrnukona ÍR 2016: Andrea Magnúsdóttir

Taekwondokona ÍR 2016: Ibtisam El Bouazzati

Karatekona ÍR 2016: Kamila Buracewska

Keilukona ÍR 2016: Linda Hrönn Magnúsdóttir

Handknattleikskona ÍR 2016: Sigrún Ása Ásgrímsdóttir

Skíðakona ÍR 2016: Vigdís Sveinbjörnsdóttir

Frjálsíþróttakona ÍR 2016: Aníta Hinriksdóttir

Karatekarl ÍR 2016: Aron Anh Ky Huynh

Keilukarl ÍR 2016: Hafþór Harðarson

Knattspyrnukarl ÍR 2016: Jón Gísli Ström

Handknattleikskarl ÍR 2016: Jón Kristinn Björgvinsson

Skíðakarl ÍR 2016: Kristinn Logi Auðunsson

Júdókarl ÍR 2016: Matthías Stefánsson

Körfuknattleikskarl ÍR 2016: Sigurkarl Róbert Jóhannesson

Taekwondokarl ÍR 2016: Sveinn Logi Birgisson

Frjálsíþróttakarl ÍR 2016: Guðni Valur Guðnason

Tilnefndir íþróttamenn deilda hjá ÍR.

You may also like...