Hluti Melabrautar verður endurnýjaður

Framkvæmdir eru af hefjast við Melabraut.

Hluti Melabrautar á milli Bakkavarar og Hæðarbrautar verður tekinn til gagngerar endurnýjunar í sumar og er eina stóra framkvæmdin við gatnagerð sem áætlað er að ráðist í á komandi sumri.

Að sögn Gísla Hermannssonar sviðsstjóra umhverfisviðs Seltjarnarnesbæjar verður gatan grafin upp og skipt um kaldavatnslögn. Þá verða gangstéttir breikkaðar og ljósastaurar fluttir að lóðamörkum. Verður það gert til þess að auðvelda snjómokstur en ljósastaurar eru oft fyrir snjóruðningstækjum og torvelda umferð þeirra. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar hefjist 18. apríl eða strax eftir páska. Aðrar framkvæmdir í gatnagerðarmálum verða einkum viðhaldsverkefni þar sem skemmdir í malbiki verða lagaðar.

You may also like...