Soroptimistasystur á Bessastöðum

Af tilefni fjörtíu ára afmælis Soroptimistaklúbbs Seltjarnarness bauð Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Soroptimistasystrum til móttöku á Bessastöðum þann 5. október síðastliðinn.

Klúbburinn var stofnaður 24. september árið 1977 og fagnaði því fjörtíu ára afmæli á dögunum. Sjöfn Þórðardóttir formaður Soroptimistaklúbbs Seltjarnarness færði forsetanum Guðna fyrir hönd systra tvær svuntur handa þeim hjónum með lógó systra sem þakklætisvott fyrir höfðingjalegar móttökur. Jafnframt færði heiðursfélagi klúbbsins, Ingibjörg Bergsveinsdóttir forsetanum ljóðabókina Tilfinningar fyrir hönd klúbbsins. Systur voru alsælar með ánægjulega heimsókn á Bessastaði og ánægðar með forseta fólksins sem kann svo sannarlega að taka á móti gestum og vel það.

You may also like...