Fellaskóli 45 ára

Mikill fjölbreytileiki hefur einkennt Fellaskóla einkum hin síðari ár eftir því sem fleira fólk af erlendum uppruna hefur sest að í Efra Breiðholti.

– margir eiga skemmtilegar minningar úr æskulýðsstarfi skólans.

Í haust eru 45 ár síðan kennsla hófst í Fellaskóla. Skólinn hóf því starfsemi 5. október 1972 í elsta hluta skólans þar sem yngsta stigið er nú. Fjórir starfsmenn skólans hafa verið við störf þar öll þessi 45 ár. 

Fellaskóli var á meðal fjölmennustu skóla landsins þegar flest var í skólanum á upphafsárum hans – þegar Fellahverfið var í örri uppbyggingu og margt fólk flutti á skömmum tíma í þennan hverfishluta í Breiðholti. Fellaskóli varð einnig fljótt þekktur fyrir nýjungar í fræðslu- og uppeldismálum og má segja að tilvist Fellahellis gnæfi yfir aðra æskulýðsstarfsemi í Breiðholti sem annars staðar. Í Fellahelli var efnt til öflugrar félagsstarfsemi sem hitti oft bein í mark enda um nýjung að ræða. Margir þeirra sem ólust upp sem fyrsta kynslóð barna úr Efra Breiðholti áttu sín uppvaxtarár í hellinum og muna eftir ánægjulegum stundum þar. Ýmsir öflugir félagsmálamenn og andans menn áttu þátt í þessu starfi og má nefna þá Sverri Friðþjófsson kennara, faðir Seppa og rithöfundinn Sjón úr hópi framvarða staðarins á þessum tíma. Ýmsir öflugir skólamenn hafa einnig verið við stjórnvöl skólans og má þar nefna Örlyg Richter sem var fyrsti skólastjóri þar, Þorsteinn Hjartarson síðar framkvæmdastjóra Þjónustumiðstöðvar Breiðholts og nú fræðslustjóra í Árborg, Kristínu Jóhannesdóttur nú skólastjóra Austurbæjarskóla auk núverandi skólastjóra Sigurlaugar Hrundar Svavarsdóttur.

You may also like...