Markmannabikar KR 2017

Frá vinstri: Magnús Guðmundsson, Guðmundur Pétursson, Ómar Castaldo, Halldór Pálsson, Valþór Hilmarsson, Kristján Finnbogason, Birna Guðlaugsdóttir og Helena Sörensdóttir.

Hin árlega afhending markmannabikars KR fór fram 25. nóvember sl, Markmannafélag KR sá um afhendinguna, en gefandinn Heimir Guðjónsson fyrrum markmaður KR og landsliðsins er nú búsettur á Spáni. Heimir var markvörður meistaraflokks KR á árunum 1955 til 1965 og var lykilmaður í sigursælu liði KR á þessum tíma og vann alla titla sem í boði voru og lék að auki með landsliðinu. Kunna KR ingar vel að meta ræktarsemi hans fyrir gamla félaginu og ber að þakka það.

Það er markamannsþjálfari yngri flokka, Valþór Halldórsson, sem ber hitann og þungann af valinu þetta árið. Við valið er einkum horft til frammistöðu á vellinum, ástundun við æfingar og framkomu innan sem utan vallar. Markmenn KR 2017 eru: Í kvennaflokki voru það markmenn 5. flokks þær Birna Guðlaugsdóttir og Helena Sörensdóttir sem urðu fyrir valinu. Þær léku vel í sumar, mættu vel á æfingar og tóku miklum framförum og haldi sem horfir með þær verða markmannsmálin í kvennaknattspyrninnu hjá KR í góðum höndum næstu árin. Í karlaflokki var Ómar Castaldo markmaður 3. flokks valinn. Hann var lykilmaður í liði 3. flokks í sumar og eins og stelpurnar mætti hann vel á æfingar, tók miklum framförum og sýndi góða framkomu utan vallar sem innan. Þá var hann valinn í U 17 ára landsliðið og tók þátt í tveimur leikjum í Norðurlandamótinu sem fram fór hér heima.

You may also like...