Háhýsi við Eddufell 2 til 6

Tölvugerð mynd af Eddufellinu og nágrenni. Rauðu punkturinn á milli löngu blokkarinnar og kastalablokkarinnar við Asparfell sýnir hvar fyrirhugað er að reisa umrætt háhýsi.

Nýlega var samþykkt á fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur fyrirspurn GP-arkitekta varðandi byggingu 15 hæða húss við Eddufell 2 til 6 í efra Breiðholti sem hýsa á alls 50 íbúðir af margvíslegum stærðum. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og hefur nú verið lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. janúar 2018. Hugsanleg bygging stórhýsis við Eddufell er því komin í farveg hjá Reykjavíkurborg.

Þessi framkvæmd ef af henni verður er beint framhald  uppbyggingu í Breiðholti sem hófst fyrir nokkrum misserum þegar vannýttu og niðurníddu húsi fyrir verslun og þjónustu að Eddufelli 8 var breytt í eitt af glæsilegri fjölbýlishús. Það hús hefur haft veruleg jákvæð áhrif á næsta umhverfi og var tilnefnt til Menningarverðlauna DV á síðasta ári fyrir byggingalist.

Í niðurstöðu skipulagsfulltrúa um háhýsi við Eddufell segir m.a. að þar sem efra Breiðholtið sé í eðli sínu þétt og háreist byggð þá þyki hugmynd um hærri byggingu á þessum stað áhugaverð og þess virði að skoða hana vel. Í þeirri skoðun þurfi að horfa til svæðisins alls meðal annars til þarfa þess fyrir íbúðagerðir, húsahæðir og innviði. Nú er í vinnslu hverfaskipulag fyrir Breiðholt sem borgarhluta og þetta hverfi sérstaklega. Í þeirri vinnu verður farið sérstaklega yfir stefnumörkun þessa svæðis/þessarar lóðar. Tillagan um háhýsi við Eddufelli 2 til 6 sem samþykkt var af skipulagsfulltrúa þann 12. janúar s.l. er því í fullkomnu samræmi við hugmyndir og markmið aðalskipulagsins um þéttingu byggðar í Breiðholti sem annars staðar í borginni.

Áform GP-arki­tekta gera ráð fyr­ir að græni turn­inn fyr­ir miðju rísi. Þar er nú versl­un­ar­hús­næði á einni hæð auk bíla­stæðis.

You may also like...