Afmælistónleikar Tónlistarskólans

Tónó-2Yfir 200 manns komu fram á afmælistónleikunum Tónlistarskóla Seltjarnarness sem fram fóru í Seltjarnarneskirkju síðastliðinn laugardag.

Skólinn sem er sannarlega ein af skrautfjöðrum bæjarins og hefur lagt grunn að mörgum af bestu og efnilegustu tónlistarmönnum landsins. Skólinn fagnaði fertugasta aldursári sínu 14. feb. sl. með fjölmennustu tónleikum sem hann hefur ráðist í. Á tónleikunum komu allir nemendur skólans fram í lagasyrpu. Kári Einarsson skólastjóri sagði það hafa kostað skipulagningu að setja saman dagskrá með svona mörgum þátttakendum. Nemendum var skipt upp í 14 hópa sem stigu á svið hver á fætur öðrum og léku samfellt í klukkustund. Tónleikarnir voru ókeypis og öllum opnir og fjöldi fólks bæði aðstandendur sem og eldri nemendur og kennarar mætti til þessa fagnaðar.

Tónó-1 Tónó-3

You may also like...