Nýtt öldungaráð tekur til starfa á Seltjarnarnesi

Öldungaráð-mars-15

Á annað hundrað manns mættu á íbúaþing um málefni eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi sem fjölskyldunefnd Seltjarnarness boðaði til í Félagsheimili Seltjarnarness laugardaginn 28. mars síðastliðinn.

Undir lok fundarins var skipað í tíu manna öldungaráð sem hefur það verkefni með höndum að yfirfara málefni eldri bæjarbúa og greina stöðu þeirra í bæjarfélaginu.

Á fundinum var m.a. leitað svara við því hvernig Seltjarnarnesbær geti skarað framúr í málefnum eldri bæjarbúa almennt séð. Einnig var varpað fram spurningum um hver aðkoma sveitarfélagsins, félagasamtaka og íbúa sé til að markmiðum verði náð. Þátttakendur mynduðu níu hópa með borðstjóra, sem stjórnaði umræðunni og skráði niður helstu niðurstöður. Var það mál manna að frjóar og skemmtilegar umræður hafi myndast við borðin og fjölmargar, góðar tilllögur hafi verið lagðar fram. Hugmyndirnar voru allar skráðar niður og verður unnið úr þeim í framhaldinu og þær kynntar. Fundarstjórn var í höndum Gylfa Dalmanns Aðalsteinssonar.

You may also like...