Afhentu göngudeild kaffivél og sjónvarpstæki

“Stjórn Kvenfélags Breiðholts ásamt Þórunni Sævarsdóttur hjúkrunarfræðingi og Brynjari Viðarssyni blóðmeinalækni á Landsspítalanum, en þau tóku við gjöfinni fyrir hönd deildarinnar.”

Kvenfélag Breiðholts hélt fund þann 17. mars sl. þar sem félagið afhenti göngudeild Blóðmeina- og krabbameinsdeildar Landspítala kaffivél og sjónvarpstæki að andvirði 400.000 kr., en því er ætlað að vera í nýju biðstofuherbergi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra.

Kvenfélagskonurnar héldu tvö bingó ásamt því að stofna söfnunarreikning þar sem fólk gat lagt söfnuninni lið. Kvenfélagskonur eru sérstaklega þakklátar þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem styrktu söfnunina með bingóvinningum og veitingum, því góða fólki er mætti á bingóin og þeim er styrktu söfnunina með því að leggja inn á söfnunarreikninginn.”

You may also like...