Hverfarölt í Breiðholti

Breidholt haustlitir 2 1

Þótt verið sé að undirbúa hverfaröltið á vordögum er haustið sá tími sem þess er ekki hvað síst þörf. Myndin er af haustlitum í Breiðholtinu.

Verkefni um hverfisgæslu eða foreldrarölt er að fara af stað í Breiðholti. Þeir sem standa að því eru: Hólabrekkuskóli, Fellaskóli, Breiðholtsskóli, Ölduselsskóli, Seljaskóli, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar, Frístundaheimilin í Breiðholti og einnig Félagsmiðstöðvar, Hverfamiðstöð Breiðholts ásamt fleirum.

Ætlunin er að fá sem flesta að verekfninu og fá almenna sýn á það sem hægt er að gera til að efla öryggis- og eftirlitsvitund í garð náungans, barna okkar og unglinga, og umhverfisins almennt. Verkefnið fer þannig fram að þrír til fjórir fullorðnir einstaklingar mynda einn gönguhóp en hóparnir fara síðan í eftirlitsferðir um byggðina. Göngustjórar eru þeir sem halda munu utan um þá aðila sem mæta í eftirlitsferðir. Verksvið göngustjóra er þannig að halda utan um að mannað sé í þann hluta hverfisins sem hann er með undir sinni umsjón. Göngustjórar fá með sér fólk í eftirtlitferðir og skrá niður það sem má betur fara. Þeir sjá um að afhenda búnað og það sem þarf til göngufólks í hópnum. Göngustjórar eru einnig tengiliðir við lögreglu ef að tilkynna þarf atburði til 112.

Ekki lögregla

Áætlaður tími gönguferða er frá kl. 21:00 til 23:30 eða í samvinnu við atburði í hverfum t.d. í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum eða við aðrar uppákomur. Markmiðið er að verða sýnileg og fylgjast með að lögbundinn útivistartími barna og unglinga sé virtur og að koma í veg fyrir hópamyndun unglinga eftir að lögbundnum útivistartíma er lokið. Einnig að draga úr áfengis- og fíkniefnaneyslu unglinga með því að vera sýnileg og að efla og styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu. Röltinu er ætlað að kanna hvað fer fram í hverfunum á kvöldin og að ná sambandi við þá unglinga sem eru útivið og ræða við þá. Nauðsynlegt er að vera til staðar ef unglingar eru illa á sig komnir og þarfnast aðstoðar og að koma á tengslum milli foreldra í hverfinu. Áhersla er lögð á að hverfisröltinu er ekki ætlað að koma í stað lögreglu. Það er forvarnaraðili með það að leiðarljósi að veita öryggistilfinningu fyrir börn og unglinga og vera sýnileg í hverfunum.

You may also like...