Samspil í Breiðholti

Samspil 1 1

… ókeypis íþróttaæfingar í sumar.

Í sumar mun verkefnið Samspil bjóða upp á ókeypis íþróttaæfingar í Breiðholti. Æft verður tvisvar í viku á skólalóð Hólabrekkuskóla.

Æfingarnar eru ætlaðar börnum í þriðja til áttunda bekk, en greinarnar sem í boði verða eru körfubolti, frjálsar íþróttir, keila, fótbolti og handbolti. Færir þjálfarar munu hafa umsjón með æfingunum. Ef veður verður slæmt á verkefnið athvarf í íþróttahúsinu við Austurberg 3. Öll börn eru hjartanlega velkomin á æfingu hjá SAMSPIL, hvort sem þau eru vön að stunda íþróttir eða ekki. Æfingarnar verða á mánudögum og miðvikudögum á eftirfarandi tímum: kl. 15.00 til 16.15 fyrir 3. til 5. bekk og kl. 16.15 til 17.30 fyrir 6. til 8. bekk. Fyrsta æfing sumarsins var mánudaginn 15. júní, en æfingum lýkur um mánaðamótin júlí / ágúst. Samspil er unnið í samstarfi við ÍR og Þjónustumiðstöð Breiðholts og styrkt af ÍTR.

You may also like...