Vesturmiðstöð kynnir fimm leiðir að vellíðan
— Heilsueflandi samfélag —
Á næstu mánuðum ætlar Vesturmiðstöð að efna til kynninga á verkefni sem nefnist Fimm leiðir að Vellíðan. Verkefni snýst um leiðir sem geta aukið lífshamingju.
Verkefni þetta byggir á rannsóknum um hvað geti ýtt undir vellíðan fólks. Niðurstaða þeirra var að fimm atriði væru sterkust til heilsueflingar. Þau eru að mynda tengsl, að vera virkur, hreyfa sig, taka eftir og halda áfram að læra eða kynnast nýju og gefa af sér. Með því að hafa þessar fimm leiðir hugfastar í daglegu lífi getur fólk blómstrað aðeins meira og sem eykur vellíðan. Vesturmiðstöð hefur fengið listamanni Hlíf Unu til að túlka hverja leið með fallegum myndum sem við komum til með að birtast og verða sýnilegar í hverfinu okkar. Þetta verkefni er hluti af Heilsueflandi samfélagi en Reykjavíkurborg er heilsueflandi borg.