Kosið um margar góðar hugmyndir í Vesturbænum
Kosið verður um margar góðar hugmyndir fyrir Vesturbæ í hverfiskosningum „Betri hverfi 2015“ í hverfiskosningunum 17. til 24. febrúar.
Nú hefur fagteymi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar ásamt hverfisráði Vesturbæjar farið yfir allar hugmyndirnar og stillt upp verkefnalista fyrir Betri hverfi 2015 sem kosið verður um í árlegum hverfiskosningum. Íbúar í Vesturbæ eru hvattir til að kynna sér verkefnin og taka þátt í kosningunum. Allir sem orðnir voru 16 ára um síðustu áramót mega kjósa. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um kosningarnar á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is Verkefni sem kosið verður um í Vesturbæ eru: Bæta við leiktækjum á valda leikvelli í Vesturbæ fyrir 15 milljónir króna. Setja vatnshana á göngustíg við Ægisíðuna fyrir um þrjár milljónir króna. Setja lýsingu á valda leikvelli í hverfinu fyrir um fimm milljónir króna. Setja klifurvegg á leiksvæðið á milli Boðagranda og Grandavegs fyrir tvær milljónir króna. Bæta lýsingu við Frostaskjól 9 fyrir um 1,5 milljónir króna. Leggja gangstétt meðfram KR velli norðaustanmegin fyrir um 15 milljónir króna. Setja upp blikkandi hraðaskilti við Frostaskjól til móts við KR fyrir um fjórar milljónir króna. Setja gönguljós á Ánanaust gegnt Vesturgötu sem myndu kosta um 12,5 milljónir króna. Endurgera tröppur sunnan við Fornhaga fyrir fimm milljónir króna. Lagfæra stíga við Eiðsgranda og Fjörugranda fyrir um þrjár milljónir króna. Endurnýja leiksvæði milli Kvisthaga, Fornhaga og Ægissíðu fyrir 15 milljónir króna. Setja tvo ruslastampa á bílastæði við Túngötu 2 kostnaður 500 þúsund krónur. Gróðursetja og búa til setaðstöðu á horni Hagamels og Kaplaskjólsvegar. Kostnaður um eina milljón króna. Endurbæta og lýsa upp Nýlendugöturóló fyrir 3,2 milljónir króna og að auka öryggi með því að þrengja gatnamót Framnesvegar og Vesturgötu fyrir um 3,2 milljónir króna. Alls kosta þessi verkefni 88.8 milljónir króna. Fjárheimild hverfis er 37,2 milljónir króna.