Samtal um samfélag í Gerðubergi

Samtal 1 1

Mirela Protopapa innflytjendafulltrúi Menntun núna, Gunnar J. Gunnarsson, formaður stjórnar, Fríða Bjarney Jónsdóttir og Brynja Elísabet Halldórsdóttir stjórnarkonur.

 

Samtal um samfélag, mitt, þitt eða okkar er yfirskriftin á málþingi sem haldið verður í Gerðubergi 20. mars næstkomandi kl. 13:30 til 16:30.

Að málþinginu standa Rannsóknastofa í Fjölmenningarfræðum við Háskóla Íslands og Menntun núna verkefnið í Breiðholti. Markmiðið með málþinginu er að varpa ljósi á umræðu um menningarlegan fjölbreytileika, móttöku innflytjenda, fjölmenningarstarf- og stefnu sveitarfélaga. Aðrir samstarfsaðilar eru Borgar-bókasafnið, Reykjavíkurborg, Akureyrarkaupstaður og Háskólinn á Akureyri. Meðal fyrirlesara verða Þórir Hraundal Jónsson, sem mun fjalla um samfélagslega ábyrgð og fjölmenningarsamfélagið en auk þess verða kynntar niðurstöður rannsókna í fjölmenningarfræðum og fjallað um fjölmenningarstarf í Reykjavík og á Akureyri. Aðstandendur Menntunar núna verkefnisins í Breiðholti eru mjög ánægð að fá tækifæri til að vinna með Rannsóknastofu í Fjölmenningarfræðum að þessu verkefni en það er mikilvægt að tengja saman rannsóknir og praktík með þessum hætti ef við eigum að ná árangri í fjölmenningarstarfinu hér í hverfinu, í Reykjavík og á Íslandi. Málþingið eru öllum opið en nánari upplýsingar um málþingið og skráningu verða m.a. birtar á heimasíðu Menntunar núna www.menntun-nuna.is er nær dregur.

You may also like...