Um 40 krakkar sýndu Grease á 1. des

1. des-1

Söngur, dans, tónlist og leiklist einkenndu 1. desember hátíð 10. bekkinga Valhúsaskóla sem var haldin 1. desember síðastliðinn. Hefð hefur skapast fyrir því að nemendur setja upp leiksýningu í tengslum við 1. desember og varð söngleikurinn Grease fyrir valinu þetta árið.

Alls komu 40 krakkar að sýningunni sem leikarar, dansarar, söngvarar, búningahönnuðir, sviðsmenn og tæknimenn undir leikstjórn Boga Hallgrímssonar. Sýningin var sýnd á hátíðinni við mikinn fögnuð og einnig á aukasýningu 3. desember fyrir troðfullu félagsheimili. Á 1. des hátíðinni var siguratriði söngkeppni Selsins einnig flutt ásamt lifandi tónlist nemenda. Foreldrar, nemendur og starfsfólk skólans og Selsins gæddu sér á glæsilegu kökuhlaðborði, nemendur dönsuðu samkvæmisdansa og buðu svo foreldrum sínum upp og svo mætti rosaleg hljómsveit og hélt uppi stuðinu fram á rauða nótt.

1. des-5 1.des-3 1. des-2 1.des-4

You may also like...