Pólski Skólinn 10 ára

Mannfjöldi mætti á 10 ára afmæli Pólska Skólans sem haldið var í Íþróttahúsinu við Austurberg sl. laugardag. Kennsla í Pólska Skólanum fer fram í Fellaskóla á laugardögum og stunda 362 nemendur á aldrinum 5 til 18 ára nám og 34 kennarar starfa við hann.

Mannfjöldi var í Íþróttahúsinu við Austurberg sl. laugardag þegar nemendur og kennarar við Pólska Skólann í Reykjavík fögnuðu tíu ára afmæli skólans. Skólinn er rekinn af Vinafélagi Pólska Skólans í Reykjavík en til vinafélagsins teljast allir foreldrar barna sem stunda nám í Pólska Skólanum og kennarar skólans. Hátíðarhöldin hófust með þjóðsöng Póllands og svo Íslands. Ræðuhöld, dans, kökuveisla og smá leikur tóku svo við. 

Pólski Skólinn í Reykjavík var stofnaður árið 2008 af hópi kennara og foreldra sem vildu auka aðgang að móðurmáli, pólskri sögu og landfræði Póllands til pólskra barna sem dvelja á höfuðborgarsvæðinu. Grundvöllur til að skilja málfræði og stílfræði í erlendum tungumálum er að skilja það rétt á móðurmáli og því sé mikilvægt að læra móðurmálið vel. Í pólska Skólanum eiga börn möguleika á að auka orðaforðann, einnig að vera í hópi pólskra jafnaldra og tala við kennara um áhugamál sín eða vandamál. Kennsla í Pólska Skólanum fer fram á laugardögum í Fellaskóla. Skólastjóri Pólska skólans er Monika Franciszka Sienkiewicz. Nú nú eru 362 nemendur á aldrinum 5 til 18 ára í skólanum og 34 kennarar starfa við hann. 

Börn, ungmenni og foreldrar fjölmenntu á afmælishátíðina.

Elisa Reid eiginkona Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra létu sig ekki vanta á afmælisfagnaðinn og síðar bættist Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í hópinn. Lilja er Breiðhyltingur, alin upp í Vesturberginu og gekk í Fellaskóla.

You may also like...