Félagsstarfið hefur opnað aftur

Frá tölvunámskeiði í félagsstarfinu í Gerðubergi.

Félagsstarfið í Gerðubergi hefur opnað aftur eftir langa bið og voru það konurnar í prjónakaffinu sem voru fyrstu gestirnir. Allir eru velkomnir en fólk þarf að skrá sig fyrirfram vegna fjöldatakmarkana og passa að hafa tvo metra á milli sín. Salirnir eru mismunandi en þeir stærstu leyfa 20 manns í sama rými. Rými fyrir tréútskurð og myndlist leyfa aðeins sjö manns í einu. 

Ef þú lesandi góður hefur áhuga að koma í félagsstarfið getur þú hringt í Helgu Ben. umsjónarkonu félagsstarfsins og skráð komu þína í síma 664-4011. 

Leikfimi Helgu er ennþá á netinu eins og síðustu mánuð á facebook síðu félagsstarfsins í Gerðubergi og verða myndböndin áfram þar inni. Hægt er að skrá sig í leikfimi í sal í síma 664 4011. Frá því að opnaði hafa verið skipulagðar göngur um hverfið klukkan eitt mánudaga til miðvikudaga ásamt því að gönguhópurinn hittist á föstudögum klukkan tíu. Helga kveðst mæla með að fólk fylgist vel með á facebook til að sjá hvaða dagskrá verður í sumar en til að finna facebookar síðuna þarf að skrifa www.facebook.com/gerduber111 ekki þarf að vera með facebook aðgang til að skoða síðuna.

You may also like...