Hjólastígurinn tilbúinn

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Nú er búið að ganga frá hjólastígnum frá bæjarmörkum Seltjarnarness og Reykjavíkur út að hákarlahjalli. Þegar er búið er að ganga frá umhverfi og mála línur.

Þetta er bæði góð og þörf framkvæmd vegna þess að hjólreiðar njóta vinsælda og aukast stöðugt og þær eiga ekki nægilega góða samleið með göngufólki. Því er mikil þörf á því að byggja bæði göngu- og hjólastíga jafnvel þótt að þeir liggi samhliða. Hjólreiðamenn á Seltjarnarnesi og einnig aðkomumenn sem óska þess að heimsækja Nesið á reiðhjóli geta nú hjólað út á Snoppu án þess að trufla ferðir gangandi vegfarenda eða vera truflaðir af þeim.

You may also like...