Stefnumið og framtíðarsýn – uppfærð stefna hverfisráðsins

Sjálfbæra þróun, útikennsla og þátttaka og framþróun í Grænum skrefum eru á meðal áhersluatriða hverfisráðs Breiðholts. Á myndinni má sjá hversu stutt er í græn og gróin svæði í Breiðholti.

Á 134. fund hverfisráðs Breiðholts þann 24. janúar 2017 var samþykkt stefnumið og framtíðarsýn hverfisráðs Breiðholts. Hér er um að ræða endurskoðuð og uppfært stefnumið og framtíðarsýn frá 2015. Í samþykkt fyrir Hverfisráð Reykjavíkurborgar er kveðið um í 2. grein að hverfisráð skulu stuðla að hvers konar samstarfi innan hverfis, móta stefnu og gera tillögur til borgarráðs sem varða verksvið þeirra. Þá geta hverfisráð gert tillögur um samræmingu á þjónustu borgarstofnana í einstökum hverfum.

Hverfisráð Breiðholts er fyrsta og eina hverfisráðið í Reykjavíkurborg til að leggja fram stefnu sem verið er að gera í annað sinn á þessu kjörtímabili. Ákveðið hefur verið að á þessu ári verði haldnir þemafundi um ákveðna þætti um það sem við leggjum áherslu á og kemur fram í stefnumiðinu. Hverfisráð mun fá aðila til kynningar og fræðslu á fundinum og ég vil taka fram að fundirnir eru alltaf öllum opnir. Á febrúar fund hverfaráðsins var fjallað um Börn í Breiðholti, á mars fundinum, sem var vinnufundur til að skipuleggja starf hverfisráðsins fram í tímann og setja af stað umsóknaferli vegna styrkja frá Hverfisráðinu. Dæmi um málefni sem við munum taka upp eru fjölskyldumiðstöð, umhirðu og skipulag, heilsueflandi Breiðholt og íþróttastarfsemi og einnig betra hverfi.

Nichole Light Mosty, formaður hverfisráðs Breiðholts.

1. Hverfisráð og lýðræði

a. Aukinn sýnileiki hverfisráðs.

b. Samstarf við ungmennaráð Breiðholts.

c. Hverfisráð haldi reglulega opna íbúafundi /Breiðholtsþing.

d. Auglýst verði eftir styrkjum og styrkveitingum fylgt markvisst eftir.

e. Vel skilgreindar viðurkenningar innan hverfis.

f. Betri tengsl við stjórnsýslu og svið borgarinnar.

g. Betri tengsl við stofnanir og þjónustu innan hverfis.

2. Þjónusta við fjölskyldur

a. Stuðningur við Heilsueflandi Breiðholt.

b. Stuðlað að meiri hreyfingu barna og ungmenna með aukinni notkun frístundakorts.

c. Stuðningur við uppbyggingu fjölskyldumiðstöðvar í Breiðholti.

d. Stuðningur við Menntun núna.

3. Sjálfbært hverfi

a. Þátttaka í hverfisskipulagi.

b. Stuðlað að vistvænum samgöngum.

c. Ræktunarmöguleikar fyrir matjurtir efldir.

d. Stutt við framþróun í flokkun og losun úrgangs.

e. Menntun og fræðsla um sjálfbæra þróun, útikennslu o.fl.

f. Hvatt til þátttöku og framþróunar í Grænum skrefum.

4. Efling félagsauðs

a. Unnið að jákvæðum viðhorfum í og gagnvart hverfinu.

b. Stuðlað að viðburðum og uppákomum í hverfinu.

c. Fræðsla um mannréttindi og margbreytileika samfélagsins.

d. Leitað leiða til að bæta móttöku nýrra íbúa í hverfinu.

e. Ráðningar í stofnunum taki mið af margbreytileika hverfisins.

5. Samstarf og starfsemi fyrirtækja og félagasamtaka

a. Uppbyggileg samskipti og samstarf við íbúa og fyrirtæki um umbætur og umhirðu lóða og fasteigna.

b. Stuðningur og samstarf við félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og hópa um ýmis verkefni hverfinu til góða.

c. Öryggisvitund í hverfinu efld með íbúum, lögreglu og öðrum hagsmunaaðilum, m.a. í gegnum verkefni eins og hverfarölt og nágrannavörslu.

6. Upplýsingamiðlun um hverfið

a. Markviss notkun á samfélagsmiðlum.

b. Fundargerðir sendar á hverfisblað og miðlað á samfélagsmiðlum.

c. Bætt upplýsingaflæði um þjónustu.

d. Unnið að jákvæðri ímynd.

You may also like...