Verslun og þjónusta í Strætóhúsið í Mjódd

Mjodd 10 1

Séð yfir Mjóddina. Stætóhúsið er fremst á myndinni.

Reykjavíkurborg mun taka við húsnæðinu þar sem Strætó er í Mjóddinni á næstunni. Með því er ætlunin að skipuleggja það fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi og færa meira líf inn í Mjóddina.

Strætó er þó ekki að fara úr Mjóddinni og mun stöðin þar áfram gegna mikilvægu hlutverki innan leiðakerfisins þar sem fara yfir 3.000 manns um daglega. Því eru áhugavert tækifæri að finna fyrir veitingarekstur sem fer vel með hlutverki húsnæðisins sem þjónustustöð Strætó. Þegar er farið að líta eftir rekstraraðila til samstarfs við borgina. Nýr rekstraraðili mun taka þátt í að skipuleggja breytingar á hlutverki húsnæðisins í samvinnu við Reykjavíkurborg og núverandi rekstraraðila í Mjódd. Hann velur verslanir og veitingastaði til samstarfs, aflar tilskilinna leyfa, sér um kynningar- og markaðsmál og annast allan daglegan rekstur hússins, þar með talið rekstur á salernum og öryggisvörslu. Hér er um umtalsvert húsrými að ræða eða alls 426 fermetra. Pósturinn hefur starfsstöð í Strætóhúsinu og hefur þegar sýnt áhuga á þátttöku í viðræðum um framtíð rýmisins með það markmið að minnka starfsstöð sína á svæðinu sem gæti stækkað það svæði sem er til þróunar um allt að 180 fermetra. Í úttekt á húsnæðinu sem var unnin af arkitektastofunni Stáss voru eftirtalin atriði sérstaklega talin mikilvæg við uppbyggingu starfsemi í húsnæðinu. Að sterkur rekstraraðili komi að verkefninu. Opið verði á milli rekstrareininga þannig að að sýnileiki og flæði milli þeirrar starfsemi sem fer fram auk þess að tryggja öryggi notenda og farþega Strætó verði tryggt með viðeigandi hætti.

You may also like...