Útsvarshlutfallið í 14,31%

– tekjuskattur lækkar á móti –

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur ákveðið að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,31%. Hækkunin byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022 er er vegna fjármögnunar á þjónustu við fatlað fólk.

Bæjarstjórn Seltjarnarness hvetur ríkisvaldið til að fjármagna þessa mikilvægu þjónustu að fullu til frambúðar. Áhrif þessarar breytingar útsvars eru engar fyrir útsvarsgreiðendur þar sem tekjuskattur lækkar á móti þessari breytingu sem er beint að málaflokki fatlaðra í gegn um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

You may also like...