Menningarhátíð á Seltjarnarnesi

11

Sannkölluð menningarveisla var á Seltjarnarnesi dagana 15. til 18. október sl. en þá stóð Seltjarnarnesbær fyrir sérstakri menningarhátíð. Katrín Pálsdóttir formaður menningarmálanefndar setti hátíðina í Gallerí Gróttu á Eiðstorgi fimmtudaginn 15. okt. og félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju sungu.

Síðan rak hver viðburðurinn annan allt til sunnudags. Hjónin Helgi Hrafn Jónsson og kona hans Tina Dickow settu sterkan svip á hátíðina en Helgi er bæjarlistamaður Seltjarnarnesbæjar á þessu ári. Þau eru bæði tónlistarfólk og hafa farið víða um lönd með list sina. Of langt er að telja alla viðburði upp sem skiptu tugum. Mál manna er að sérstaklega vel hafi tekist til um allan undirbúning og skipulag menningarhátíðarinnar en hvarvetna voru Seltirningar í fyrirrúmi. Myndirnar voru teknar við hin ýmsu tilefni á mennigarhátíðinni.

Morgunverður-55 Morgunverður-18 Taktur i 100 ar 2 12Landbrot

You may also like...