Viðburðaríkir dagar að baki

S-1

Fjölbreytt skemmtidagskrá hefur verið í boði á Nesinu undanfarnar vikur. Sautjánda júní var fagnað með pompi og pragt og fjölmenntu fjölskyldur bæjarins í skrúðgöngu og á frábæra dagskrá í Bakkagarði, þar sem m.a. annars komu fram Pollapönk, Jóhanna Luna og AmabaDama.

Þann 23. júní var bæjarbúum boðið í Jónsmessugöngu þar sem járnsmiðir og myndlistarmenn voru heimsóttir og fræðst var um fornleifauppgröft, listsýningar og nýtt hjúkrunarheimili auk þess sem slegið var upp tónleikum á þaki Lækningaminjasafnsins og boðið upp á frískandi veitingar. Þann 12. júlí voru haldnir tónleikar í Félagsheimilinu þar sem fram kom austurríski cappella sönghópurinn Triu, en fyrr um daginn höfðu liðsmenn hans verið með söngsmiðju fyrir starfsmenn í skapandi sumarstörfum á Nesinu, sem fékk einnig að troða upp með bandinu á tónleikunum við mikinn fögnuð áheyrenda. Þá hefur Eiðistorgið verið að lifna við en einu sinni í viku hefur Húlladúllan svokallaða boðið gestum og gangandi upp á húlla hopp undir hressilegri tónlist.

S-2

S-7

S-3

S-5

S-4

You may also like...