Þrír fengu viðurkenningar

Í lok mars fór fram ársþing UMSK í veislusal Golfklúbbsins Odds. Þingið var vel sótt. Jóhann Steinar Ingimundarson formaður UMFÍ veitti fjórum sjálfboðaliðum sambandsins starfsmerki UMFÍ og eitt af þeim fékk Bjarni Torfi Álfþórsson úr Gróttu. Bjarna Torfa þekkja allir sem hafa komið nálægt Gróttu undanfarna áratugi. Hann hefur meðal annars verið formaður Handknattleiksdeildar Gróttu, formaður félagsins í tvígang, leikið með félaginu, verið þjálfari og sinnt ómetanlegu sjálfboðaliðastarfi í félaginu. 

Á þinginu voru fjölmargar heiðraðir á vegum UMSK, svo sem íþróttakarl og íþróttakona ársins og lið ársins en einnig merki sambandsins. ÍSÍ var einnig með heiðraðir en eitt af þeim hlaut Kristján Guðlaugsson en hann hlaut silfurmerki ÍSÍ fyrir sjálfboðaliðastarf fyrir Gróttu undanfarna áratugi. Kristján var formaður Handknattleiksdeildar Gróttu í fjölmörg ár, lék með félaginu og hefur sinnt ómetanlegu sjálfboðaliðastarfi fyrir handboltann í Gróttu.

Bæði Bjarni Torfi og Kristján hafa hlotið gullmerki Gróttu fyrir sín störf fyrir félagið. Undanfarin ár hafa þeir verið á ritaraborðinu á meistaraflokksleikjum Gróttu í handboltanum. 

#Takkstrákar

Á ársþinginu var einnig veitt gullmerki ÍSÍ en okkar maður Lárus B. Lárusson sem situr bæði í stjórn UMSK og UMFÍ hlaut það. Lárus vann mikið og óeigingjarnt starf fyrir handboltann í Gróttu á sínum tíma og var í stjórn barna- og unglingaráðs handknattleiksdeildar Gróttu um árabil.

Handknattleiksdeild Gróttu óskar sínum mönnum hjartanlega til hamingju með þessar verðskulduðu viðurkenningar.

Bjarni Torfi Álfþórsson fyrir miðju.
Kristján Guðlaugsson þriðji frá hægri.
Lárus B. Lárusson þriðji frá vinstri.

You may also like...