Samdi við Gróttu um rekst­ur og starf­semi íþrótta­mann­virkja

Við und­ir­rit­un samn­ings­ins þar sem viðstadd­ir voru Hauk­ur Geir­munds­son sviðsstjóri íþrótta- og tóm­stunda­sviðs, Kári Garðars­son íþrótta­stjóri Gróttu, Elín Smára­dótt­ir formaður aðal­stjórn­ar Gróttu, Ásgerður Hall­dórs­dótt­ir bæj­ar­stjóri Seltjarn­ar­ness, Magnús Örn Guðmunds­son formaður ÍTS og Bald­ur Páls­son fræðslu­stjór

Seltjarn­ar­nes­bær og Íþrótta­fé­lagið Grótta und­ir­rituðu í síðustu viku nýj­an rekstr­ar­samn­ing sem mun gilda til reynslu út árið 2018. Rekstr­ar­samn­ing­ur­inn felur í sér að Íþrótta­fé­lagið Grótta tek­ur að sér rekst­ur og starf­semi íþrótta­mann­virkja Seltjarn­ar­nes­bæj­ar, nán­ar til­tekið íþrótta­hús, fim­leika­hús og gervigrasvöll.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Seltjarn­ar­nes­bæ kem­ur fram að bær­inn og Íþrótta­fé­lagið Grótta hafi átt far­sælt sam­starf um langt ára­bil. Á næsta ári fagn­ar Grótta fimm­tíu ára af­mæli, en á þeim ára­tug­um sem liðnir eru frá stofn­un fé­lags­ins, hef­ur bær­inn byggt upp mynd­ar­lega aðstöðu fyr­ir fé­lagið ásamt því að styðja við fjár­hags­leg­an rekst­ur þess.

„Bæj­ar­stjórn Seltjarn­ar­ness fagn­ar hinum nýja sam­starfs­samn­ingi við Íþrótta­fé­lagið Gróttu og von­ar að með hon­um muni fé­lagið vaxa og dafna sem aldrei fyrr. Íþrótt­ir hafa löng­um verið í há­veg­um hafðar í rekstri og starf­semi bæj­ar­ins og þar hef­ur Grótta verið bæj­ar­fé­lag­inu afar mik­il­væg­ur hlekk­ur. Grótta hef­ur borið hróður bæj­ar­fé­lags­ins víða og er starf­semi fé­lags­ins bæj­ar­fé­lag­inu afar mik­il­vægt. Það er von bæj­ar­stjórn­ar að samn­ing­ur­inn hvetji Íþróttafé­lagið Gróttu til enn frek­ar dáða og af­reka,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Samn­ing­inn und­ir­rituðu Ásgerður Hall­dórs­dótt­ir bæj­ar­stjóri Seltjarn­ar­ness og Elín Smára­dótt­ir formaður aðal­stjórn­ar Gróttu.

You may also like...