Nýtt timburhús rís við Miðbrautina

Svona mun nýja húsið við Miðbrautina líta út þegar það verður risið af grunni.

Timburhús mun rísa innan tíðar á Seltjarnarnesi. Það er Arwen Holdings sem er að hefja byggingu 500 fermetra húss við Miðbraut 28. Húsið er smíðað í Lettlandi úr timbureiningum.

Um er að ræða samskonar byggingaraðferð og notuð er við húsið sem nú er risið við Mýrargötu og Seljaveg í Vesturbæ Reykjavíkur. Í húsinu við Miðbrautina verða fjórar 120 fermetra íbúðir tvær á hvorri hæð. Steyptur kjallari verður undir húsinu fyrir sameign og geymslur. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar á komandi hausti. Þess má geta að áhugasamir kaupendur geta haft samband við Fasteignamarkaðinn Óðinsgötu.

You may also like...