Breyttar tillögur fyrir Bygggarða

Tillögur af fyrirhugaðri byggð á Bygggarðasvæðinu.

Arkís arkitektar hefur sent frá sér breyttar tillögur að íbúðahverfi við Bygggarða á Seltjarnarnesi. Helstu markmið breytinganna eru betri tengingar við náttúru til suðurs og vesturs og rýmri svæði innan byggingarreitsins.

Í tillögunum er lögð áhersla á samhengi við aðra byggð á norðanverðu Seltjarnarnesi frá Bollagörðum vestur til Bygggarða. Gert er ráð fyrir raðhúsabyggð austast á svæðinu en síðan sex U-laga þriggja hæða fjölbýlabyggingum. Tillögur Arkís hafa verið til umfjöllunar í bæjarstjórn Seltjarnesbæjar en engar ákvarðanir enn verið teknar um hvenær eða hvort verði ráðist í undirbúningsvinnu á svæðinu og byggingaframkvæmdir hafnar í framhaldi af því. Tillögurnar fela í sér að áætlaður íbúðafjöldi verði 144 og meðal stærð íbúðanna verði 148 m2.

You may also like...