Breiðholtsskóli tekur þátt í “Göngum í skólann”

Verkefnið sett af stað. Fremst á myndinni má sjá Óttar Proppé heilbrigðisráðherra.

Breiðholtsskóli tekur þátt í Göngum í skólann. Það er verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Embætti landlæknis, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla. Göngum í skólan verkefnið hófst miðvikudaginn 6. september og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 4. október.

Þetta er í ellefta sinn sem verkefnið er haldið hér á landi og hefur þátttaka aukist jafnt og þétt. Megin markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar, að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Auk þess er reynt að stuðla að vitundarvakningu fyrir virkum ferðamáta og umhverfismálum og það hversu “gönguvænt” umhverfið er. Á síðasta ári tóku milljónir barna frá 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti.

You may also like...