Hugmyndasöfnun fyrir íbúakosningu 2018 hafin

Skiptar skoðanir eru um lýsing við göngustíg á Ægissíðu.

– ekki allir sáttir við frekari lýsingu við Ægisíðu.

Hugmyndasöfnun fyrir íbúakosningu ársins 2018 hófst 20. febrúar. Hugmyndirnar sem náðu fram að ganga í íbúakosningunni á síðasta ári og munu koma til framkvæmda á þessu ári eru: Gönguleið yfir Hofsvallagötu. Fjölgun ruslatunna í Vesturbænum. Lýsing við göngustíg á Ægissíðu. Sjónauki við Eiðisgranda. Endurbætur á leikvelli við Tómasarhaga. Endurbætur á körfuboltavelli milli Faxaskjóls og Sörlaskjóls og að Hagatorg verði tengt við nærumhverfi.

Talsverð umræður hafa orðið um kosninguna á Facebook og ekki allir á einu máli. Einkum er það tillagan um lýsingu á göngustígnum við Ægisíðu sem fólk hefur gert athugasemdir við. Einkum vegna þess að Ægisíðan myndi tapa sérstöðu sinni með lýsingu. Ljósastaurar byggðamegin við götuna eigi að duga og rökkurrómantíkin handan hennar muni hverfa með frekari lýsingu. Óalgengt er að kvartað sé yfir hugmyndum sem náð hafa fram að ganga í íbúakosningum. Oftar mun kvartað yfir að þessi eða hin hugmyndin hafi ekki verið kosin.

You may also like...